Þessi heimagerða ídýfa er sko keppnis

Uppskrift
Hráefni
100 g beikon
2 stk laukar
3 msk. ólífuolía
2 msk. sykur
220 g Philadelphia rjómaostur
150 g sýrður rjómi
90 g rifinn cheddar ostur
2 stk smátt saxaðir vorlaukar
Salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Eldið beikonið þar til það er vel stökkt og myljið/saxið niður.
2
Skerið laukinn í ræmur og steikið upp úr ólífuolíu og sykri við meðallágan hita í um 20-30 mínútur þar til hann er mjúkur í gegn, kryddið til með salti og pipar. Saxið hann þá smátt niður og geymið.
3
Hrærið rjómaost og sýrðan rjóma saman í skál og bætið næst restinni af hráefnunum saman við og blandið vel.
4
Berið fram með Maarud snakki með salti og pipar.
Uppskrift frá Gotterí og Gersemar
MatreiðslaSmáréttir
Hráefni
100 g beikon
2 stk laukar
3 msk. ólífuolía
2 msk. sykur
220 g Philadelphia rjómaostur
150 g sýrður rjómi
90 g rifinn cheddar ostur
2 stk smátt saxaðir vorlaukar
Salt og pipar