BBQ svínarif betri en á veitingahúsum

Heimagerð BBQ grísarif með bragðmikilli sósu.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Kryddblanda
 2 msk púðursykur
 1 msk chili krydd
 1 tsk sinnepsduft
 1/2 tsk laukkrydd
 1 tsk svartur pipar
 2 tsk salt
 2 kg svínarif
BBQ sósa
 1 tsk chili krydd
 1 tsk laukduft
 1/2 tsk hvítlauksduft
 2 msk smjör
 180 ml Heinz tómatsósa
 180 ml apríkósusulta
 60 ml eplaedik
 2 msk hlynsíróp
 1 msk dijon sinnep
 1 msk Heinz Worcestershire sósa
 Tabasco Sriracha
 salt og pipar

Leiðbeiningar

Kryddblanda
1

Skolið svínarifin og þerrið.

2

Fjarlægið hvítu filmuna undir rifjunum ef það er ekki búið að gera það.

3

Snyrtið til og fjarlægið aukafitu.

4

Blandið öllum hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál.

5

Nuddið kryddblöndunni vel á rifin.

6

Pakkið þeim inn í álpappír og geymið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund helst yfir nótt.

7

Takið rifin úr kæli og vefjið inn í álpappír.

8

Látið í 160°c heitan ofn (ekki blástur) í um 2 klst.

9

Fjarlægið álpappírinn og penslið rifin með bbq sósunni.

10

Grillið á hvorri hlið í um 5 mínútur og penslið þau reglulega.

BBQ sósa
11

Bræðið smjör í pott og bætið kryddum saman við.

12

Bætið hinum hráefnunum saman við og látið malla yfir lágum hita í 5 mínútur.

13

Smakkið til með tabasco sriracha (ég lét um 2-3 tsk).

14

Saltið og piprið.


Uppskrift frá GRGS.

MatreiðslaTegundInniheldur,
SharePostSave

Hráefni

Kryddblanda
 2 msk púðursykur
 1 msk chili krydd
 1 tsk sinnepsduft
 1/2 tsk laukkrydd
 1 tsk svartur pipar
 2 tsk salt
 2 kg svínarif
BBQ sósa
 1 tsk chili krydd
 1 tsk laukduft
 1/2 tsk hvítlauksduft
 2 msk smjör
 180 ml Heinz tómatsósa
 180 ml apríkósusulta
 60 ml eplaedik
 2 msk hlynsíróp
 1 msk dijon sinnep
 1 msk Heinz Worcestershire sósa
 Tabasco Sriracha
 salt og pipar
BBQ svínarif betri en á veitingahúsum

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…