BBQ Ribeye Grillsamloka

Þessi getur ekki klikkað.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 2 stk Ribeye steikur 225gr
 4 stk hamborgarabrauð, stór
 ½ gúrka
 3 msk ylliblómaedik frá Meyers
 1 msk sykur
 3 stk laukar
 4 msk Hunt’s Hickory BBQ sósa
 4 portobello sveppir
 4 sneiðar feitur ostur (t.d Ísbúi)
 2 stk heilsutómatar stórir, sneiddir
 4 stór blöð Íssalat
 Filippo Berio ólífuolía
 Meyers eplaedik
 Japanskt mayonnaise
 Hunt’s sinnep
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar og setjið sykur, smá salt og ylliblómaedik saman við, látið standa í um 30 mín og hellið þá vökvanum af.

2

Afhýðið laukana, skerið til helminga, dressið með ólífuolíu og salti og grillið í 30 mín eða þar til þeir eru orðnir vel mjúkir í gegn (notið efri grindina á grillinu eftir fyrstu 10 mínúturnar). Skerið þá í þunna strimla og hrærið saman með BBQ sósunni.

3

Kryddið steikurnar með salti og pipar, grillið í 2 mínútur á hvorri hlið og látið svo hvíla í 4 mínútur. Skerið steikurnar í 5mm þykkar sneiðar.

4

Dressið portobello sveppina með olíu, salti og ögn eplaediki, grillið á ávalari hliðinni í 2 mínútur, snúið svo við og setjið ostinn ofan á og grillið þar til osturinn hefur bráðnað.

5

Skerið og grillið brauðin í stutta stund og setjið samlokuna saman í þessari röð frá botni.

6

Majónes og BBQ lauksultan sett á brauðbotninn, leggið salatblað og tómatsneiðar þar ofan á, því næst kemur kjötið í sneiðum svo portobello sveppurinn og að lokum gúrku- sneiðarnar. Að endingu fer smá sinnep í brauðlokið, það ofan á og þá er samlokan klár.

SharePostSave

Hráefni

 2 stk Ribeye steikur 225gr
 4 stk hamborgarabrauð, stór
 ½ gúrka
 3 msk ylliblómaedik frá Meyers
 1 msk sykur
 3 stk laukar
 4 msk Hunt’s Hickory BBQ sósa
 4 portobello sveppir
 4 sneiðar feitur ostur (t.d Ísbúi)
 2 stk heilsutómatar stórir, sneiddir
 4 stór blöð Íssalat
 Filippo Berio ólífuolía
 Meyers eplaedik
 Japanskt mayonnaise
 Hunt’s sinnep
 salt og pipar
BBQ Ribeye Grillsamloka

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…