Þessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað raðað á spjótin eftir sínum óskum. Kartöflurnar eru að mínu mati ómissandi með pylsunum og svo þarf ekkert annað nema tómatsósu og sinnep með þessu!
Sjóðið smælki þar til það er tilbúið, kælið aðeins niður áður en þið stingið spjótunum í gegn. Ef þið notið venjulega stærð af kartöflum er gott að skera líka í 4 bita.
Skerið pylsur, papriku og rauðlauk niður í munnstóra bita.
Þræðið upp á grillspjót og penslið með bbq blöndunni.
Grillið á meðalheitu grilli í 8-10 mínútur og penslið restinni af bbq blöndunni yfir í lokin.
Njótið með Heinz tómatsósu og sinnepi!
Upprkrift er frá Gotterí
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4