Þessi pizza er hreint út sagt guðdómleg og skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu! Að elda kjúklinginn og baka pizzuna í pizzaofninum tekur þetta auðvitað alveg á næsta stig þó vel sé hægt að njóta pizzunnar úr hefðbundnum ofni líka!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið pizzaofninn (um 400°C) eða bakaraofninn (um 220°C).
Fletjið pizzadeigið út og smyrjið með Heinz bbq sósu.
Skerið rauðlaukinn í fínar sneiðar og raðið á botninn ásamt niðurskornum kjúklingi, maísbaunum, mozzarellakúlum, pepperoni og rifnum osti.
Bakið og toppið síðan með smá sýrðum rjóma.
Stappið saman smjör, hvítlauk og rósmarín, smyrjið/berið á kjúklinginn.
Leggið í eldfast mót, kryddið eftir smekk og leggið sítrónu í mótið.
Grillið í pizzaofninum við 240°C í um 20 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 74°C. Ef þið grillið í ofni gæti tíminn aðeins lengst og þá má lækka hitann niður í 200°.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið pizzaofninn (um 400°C) eða bakaraofninn (um 220°C).
Fletjið pizzadeigið út og smyrjið með Heinz bbq sósu.
Skerið rauðlaukinn í fínar sneiðar og raðið á botninn ásamt niðurskornum kjúklingi, maísbaunum, mozzarellakúlum, pepperoni og rifnum osti.
Bakið og toppið síðan með smá sýrðum rjóma.
Stappið saman smjör, hvítlauk og rósmarín, smyrjið/berið á kjúklinginn.
Leggið í eldfast mót, kryddið eftir smekk og leggið sítrónu í mótið.
Grillið í pizzaofninum við 240°C í um 20 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 74°C. Ef þið grillið í ofni gæti tíminn aðeins lengst og þá má lækka hitann niður í 200°.