Hér erum við með einfalt og fljótlegt BBQ nachos, fullkomið fyrir Taco þriðjudaga.

Uppskrift
Hráefni
450 g sætkartöflufranskar
450 g eldaður kjúklingur
200 g Heinz Sweet BBQ sósa
Nachos flögur
½ stk rauðlaukur
4 msk svartbaunir
4 msk gular baunir
smá jalapeno úr krukku
rifinn ostur
lime og kóríander yfir í lokin
Leiðbeiningar
1
Hitið ofninn í 210°C.
2
Dreifið úr frönskunum (ég notaði einn poka af frosnum sætkartöflufrönskum) á ofnskúffu/eldfast mót, bakið í um 18 mínútur og undirbúið annað á meðan.
3
Skerið niður kjúklinginn, ég notaði eldað kjúklingalærakjöt en það má nota hvað sem er. Blandið honum saman við bbq sósuna.
4
Skerið laukinn í strimla og undirbúið annað hráefni.
5
Takið franskarnar út, bætið nachosflögum yfir, síðan kjúklingi og osti yfir og því næst rauðlauk, baunum, jalapeno og meiri rifnum osti.
6
Bakið áfram í um 12 mínútur og toppið með lime bátum og kóríander.
MatreiðslaKjúklingaréttirTegundMexíkóskt
Hráefni
450 g sætkartöflufranskar
450 g eldaður kjúklingur
200 g Heinz Sweet BBQ sósa
Nachos flögur
½ stk rauðlaukur
4 msk svartbaunir
4 msk gular baunir
smá jalapeno úr krukku
rifinn ostur
lime og kóríander yfir í lokin