fbpx

BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalat

Það er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

BBQ kjúklingaspjót
 900 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry (1 poki)
 150 ml Caj P grillolía (original)
 ½ flaska Heinz Sweet BBQ sósa
Makkarónusalat
 350 g ósoðið makkarónupasta
 ½ rauðlaukur
 3 msk púrrulaukur
 2 stk tómatar
 2 stk gulrætur
 ½ rauð paprika
 1 msk steinselja
 130 g majónes
 70 g sýrður rjómi
 30 g púðursykur
 1 msk sítrónusafi
 1 msk dijon sinnep
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk salt
 ½ tsk pipar

Leiðbeiningar

BBQ kjúklingaspjót
1

Setjið kjúklingalærin í skál og hellið grillolíunni yfir, blandið vel saman og leyfið að marinerast í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund, yfir nótt er líka í lagi, bara plasta/loka ílátinu vel.

2

Þræðið síðan 2 læri upp á hvert grillspjót og grillið á heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið, penslið 1 x með BBQ sósu á meðan þið grillið (um 1 msk. á hvora hlið).

3

Takið síðan af grillinu, penslið aftur BBQ sósu yfir og leyfið að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið njótið með makkarónusalati.

Makkarónusalat
4

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka, leyfið vatni að leka alveg af þeim síðan áður en þið notið í salatið.

5

Pískið á meðan majónes, sýrðan rjóma, púðursykur, dijon sinnep og krydd saman í skál og geymið.

6

Skerið allt grænmetið smátt niður (rífið gulræturnar gróft) og blandið síðan öllu saman í skál með sleikju.

7

Geymið í kæli fram að notkun.

8

Ísköld Stella smellpassar síðan með þessari máltíð!


DeilaTístaVista

Hráefni

BBQ kjúklingaspjót
 900 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry (1 poki)
 150 ml Caj P grillolía (original)
 ½ flaska Heinz Sweet BBQ sósa
Makkarónusalat
 350 g ósoðið makkarónupasta
 ½ rauðlaukur
 3 msk púrrulaukur
 2 stk tómatar
 2 stk gulrætur
 ½ rauð paprika
 1 msk steinselja
 130 g majónes
 70 g sýrður rjómi
 30 g púðursykur
 1 msk sítrónusafi
 1 msk dijon sinnep
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk salt
 ½ tsk pipar

Leiðbeiningar

BBQ kjúklingaspjót
1

Setjið kjúklingalærin í skál og hellið grillolíunni yfir, blandið vel saman og leyfið að marinerast í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund, yfir nótt er líka í lagi, bara plasta/loka ílátinu vel.

2

Þræðið síðan 2 læri upp á hvert grillspjót og grillið á heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið, penslið 1 x með BBQ sósu á meðan þið grillið (um 1 msk. á hvora hlið).

3

Takið síðan af grillinu, penslið aftur BBQ sósu yfir og leyfið að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið njótið með makkarónusalati.

Makkarónusalat
4

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka, leyfið vatni að leka alveg af þeim síðan áður en þið notið í salatið.

5

Pískið á meðan majónes, sýrðan rjóma, púðursykur, dijon sinnep og krydd saman í skál og geymið.

6

Skerið allt grænmetið smátt niður (rífið gulræturnar gróft) og blandið síðan öllu saman í skál með sleikju.

7

Geymið í kæli fram að notkun.

8

Ísköld Stella smellpassar síðan með þessari máltíð!

BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalat

Aðrar spennandi uppskriftir