fbpx

BBQ kjúklingaleggir og maísrif

Það kunna flestir að meta eitthvað einfalt og gott á grillið. Hér höfum við eina slíka uppskrift og kjúklingaleggir með bbq eru auðvitað eitthvað sem flestir elska!

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Maísrif
 4 stk ferskir maísstönglar
 8 msk Caj P original grillolía (muna hrista flöskuna)
 50 g smjör
 3 stk hvítlauksrif
 4 msk mulinn fetaostur (kubbur)
 kóríander
BBQ kjúklingaleggir
 18 stk kjúklingaleggir
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 Kjúklingakrydd
Köld sósa
 200 g Mayones
 100 g sýrður rjómi
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 2 tsk lime safi
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

Maísrif
1

Skerið maísstönglana í 4 hluta eftir lengdinni.

2

Penslið með Caj P grillolíu og setjið á álbakka/álpappír á grillinu við háan hita.

3

Snúið nokkrum sinnum og eldið þar til maísinn fer aðeins að krullast upp, þetta tekur á bilinu 12-15 mínútur.

4

Hitið smjör og rífið hvítlaukinn út í og penslið á maísinn þegar hann er tilbúinn.

5

Stráið muldum fetaosti og kóríander yfir í lokin.

BBQ kjúklingaleggir
6

Kryddið leggina vel með kjúklingakryddi.

7

Grillið við frekar háan hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.

8

Penslið einni umferð af BBQ sósu á leggina meðan þeir eru á grillinu og berið svo meira á þá um leið og þeir koma af grillinu.

Köld sósa
9

Setjið allt saman í skál og pískið saman.

10

Kryddið eftir smekk.
Sósan er góð bæði með kjúklingnum og fyrir maísinn.


DeilaTístaVista

Hráefni

Maísrif
 4 stk ferskir maísstönglar
 8 msk Caj P original grillolía (muna hrista flöskuna)
 50 g smjör
 3 stk hvítlauksrif
 4 msk mulinn fetaostur (kubbur)
 kóríander
BBQ kjúklingaleggir
 18 stk kjúklingaleggir
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 Kjúklingakrydd
Köld sósa
 200 g Mayones
 100 g sýrður rjómi
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 2 tsk lime safi
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

Maísrif
1

Skerið maísstönglana í 4 hluta eftir lengdinni.

2

Penslið með Caj P grillolíu og setjið á álbakka/álpappír á grillinu við háan hita.

3

Snúið nokkrum sinnum og eldið þar til maísinn fer aðeins að krullast upp, þetta tekur á bilinu 12-15 mínútur.

4

Hitið smjör og rífið hvítlaukinn út í og penslið á maísinn þegar hann er tilbúinn.

5

Stráið muldum fetaosti og kóríander yfir í lokin.

BBQ kjúklingaleggir
6

Kryddið leggina vel með kjúklingakryddi.

7

Grillið við frekar háan hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.

8

Penslið einni umferð af BBQ sósu á leggina meðan þeir eru á grillinu og berið svo meira á þá um leið og þeir koma af grillinu.

Köld sósa
9

Setjið allt saman í skál og pískið saman.

10

Kryddið eftir smekk.
Sósan er góð bæði með kjúklingnum og fyrir maísinn.

BBQ kjúklingaleggir og maísrif

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…