Einföld en klassísk uppskrift á grillið. Tekur mjög stuttan tíma en þó er gott að plana fyrir fram því best er að marineringin fái að liggja yfir nótt.
Pískið vel saman BBQ sósunni, grillolíunni og ólífuolíunni þar til marineringin hefur blandast vel saman.
Hellið yfir kjúklingabringurnar og látið marinerast í a.m.k. 30 mínútur en best væri að láta þær marinerast yfir nótt.
Grillið á heitu grilli í 5 mínútur á hvorri hlið, lækkið undir eða setjið á efri grind í 5-10 mínútur þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4