Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Dreifið BBQ sósunni og kryddið þær með salti og pipar. Penslið BBQ sósunni jafnt yfir kjúklinginn.
Bakið kjúklingabringurnar í ofninum í 25 mínútur við 190°C. Takið þær út og dreifið cheddar ostsneiðum á þær. Haldið svo áfram að baka þær í 5 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
Á meðan kjúklingurinn eldast, blandið saman Heinz majónesi, hunangi, sinnepi, jalapeno, laukdufti, lime safa, salti og pipar í skál. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Geymið í kæli þar til borgararnir eru settir saman.
Þegar kjúklingurinn er tilbúin, dreifið þá sósunni á botninn á hamborgarabrauðið, svo salati, kjúklingi (1-2 bita), tómatsneið, avókadó, meiri sósu og jafnvel meiri bbq sósu. Lokið borgaranum og njótið vel!
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Dreifið BBQ sósunni og kryddið þær með salti og pipar. Penslið BBQ sósunni jafnt yfir kjúklinginn.
Bakið kjúklingabringurnar í ofninum í 25 mínútur við 190°C. Takið þær út og dreifið cheddar ostsneiðum á þær. Haldið svo áfram að baka þær í 5 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
Á meðan kjúklingurinn eldast, blandið saman Heinz majónesi, hunangi, sinnepi, jalapeno, laukdufti, lime safa, salti og pipar í skál. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Geymið í kæli þar til borgararnir eru settir saman.
Þegar kjúklingurinn er tilbúin, dreifið þá sósunni á botninn á hamborgarabrauðið, svo salati, kjúklingi (1-2 bita), tómatsneið, avókadó, meiri sósu og jafnvel meiri bbq sósu. Lokið borgaranum og njótið vel!