BBQ kjötbollur

Þessar dásamlegu bollur eru fullkomnar á smáréttahlaðborðið, í útileguna eða sem máltíð með góðu meðlæti. Það er einfalt að búa þær til og ég mæli með að þið prófið!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 600 g nautahakk
 0,50 stk laukur
 20 g panko rasp
 1 stk egg
 3 stk hvítlauksgeirar
 2 msk söxuð steinselja
 1 tsk hvítlauksduft
 salt og pipareftir smekk
 6 msk Heinz bbq sósa að eigin valit.d. Sticky & smooth
 graslaukurtil skrauts
 PAM matarolíusprey

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C.

2

Saxið laukinn smátt, rífið parmesan ostinn fínt niður, rífið/pressið hvítlauksrifin og blandið öllu saman í skál nema bbq sósu og graslauk.

3

Kryddið vel með salti og pipar og ef þið eigið önnur uppáhalds krydd má bæta þeim við hér.

4

Rúllið síðan í litlar bollur (um matskeið fyrir hverja) og raðið á bökunarpappír í ofnskúffu, spreyið aðeins með PAM.

5

Bakið í 10 mínútur, snúið bollunum og bakið aftur í 10 mínútur.

6

Takið þær þá úr ofninum, færið yfir í eldfast mót eða nýjan bökunarpappír (til að losna við umfram fitu), veltið upp úr bbq sósunni og bakið aftur í um 5 mínútur.

7

Berið fram með því að strá söxuðum graslauk yfir og hægt er að borða bollurnar bæði heitar og kaldar og eru þær því tilvalinn réttur til að útbúa með fyrirvara og hafa á smáréttahlaðborði.


SharePostSave

Hráefni

 600 g nautahakk
 0,50 stk laukur
 20 g panko rasp
 1 stk egg
 3 stk hvítlauksgeirar
 2 msk söxuð steinselja
 1 tsk hvítlauksduft
 salt og pipareftir smekk
 6 msk Heinz bbq sósa að eigin valit.d. Sticky & smooth
 graslaukurtil skrauts
 PAM matarolíusprey
BBQ kjötbollur

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…