fbpx

BBQ grísarif sem falla af beinunum

Hér er uppskrift af slíkum rifjum, löðrandi í BBQ sósu og svo góð að þú munt gera þau aftur og aftur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kryddblanda
 2 msk paprikuduft
 1 msk svartur pipar
 3 msk púðursykur
 3 tsk fínt borðsalt
 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder, ekki garlic salt)
 1 tsk laukduft (onion powder)
 1 tsk cumin (ath ekki kúmen eins og í kringlum)
 1 tsk chiliduft (sleppið ef þið viljið ekki hafa smá spæsí )
 1/2 tsk sinnepssduft
BBQ sósublanda
 1/2 bolli Heinz Sweet BBQ sósa
 2 msk hunang
 1/2 tsk sinnepsduft
 1 tsk gróft salt
Annað
 1 heilt óeldað grísarif
 Fersk steinselja

Leiðbeiningar

1

Gerið kryddblönduna með því að hræra öllum innihaldsefnum saman í skál

2

Takið næst rifin og snúið þeim á hvolf og rífið seiga lagið sem er yst á fitunni af eins og þið sjáið í videoinu hér, gerið það bara undir rifjunum en ekki ofan á

3

Kryddið svo undir fyrst með kryddblöndunni og nuddið vel inn í rifin

4

Snúið við og kryddið ofan á og nuddið kryddinu aftur með höndunum vel inn í

5

Vefjið næst rifjunum inn í álpappír og stingið inn í ofn stilltan á 150 °C hita með blæstri

6

Leyfið rifjunum að vera í ofninum í 3 klst og látið þau alveg vera á meðan

7

Þegar þau eru að verða til er gott að gera BBQ sósublönduna með því að hræra hráefnunum saman í skál

8

Þegar rifin eru búin með 3 tímana takið þau þá út og stillið ofninn strax á grill

9

Takið álpappírinn af rifjunum ofan á en leyfið rifjunum að vera með álpappírinn undir

10

Penslið rifin með allri BBQ sósu blöndunni (þurfið ekki að snúa við og gera undir) og stingin inn í ofninn á neðsta rekka undir grillið í 3 mínútur

11

Berið fram með frönskum, maís, kartöflusalati og hrásalati eða með því meðlæti sem þið viljið

12

Gott er að hafa auka Heinz BBQ sósu með á borðinu og sýrðan rjóma til að hafa með á diskinn


Uppskrift frá Maríu á paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Kryddblanda
 2 msk paprikuduft
 1 msk svartur pipar
 3 msk púðursykur
 3 tsk fínt borðsalt
 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder, ekki garlic salt)
 1 tsk laukduft (onion powder)
 1 tsk cumin (ath ekki kúmen eins og í kringlum)
 1 tsk chiliduft (sleppið ef þið viljið ekki hafa smá spæsí )
 1/2 tsk sinnepssduft
BBQ sósublanda
 1/2 bolli Heinz Sweet BBQ sósa
 2 msk hunang
 1/2 tsk sinnepsduft
 1 tsk gróft salt
Annað
 1 heilt óeldað grísarif
 Fersk steinselja

Leiðbeiningar

1

Gerið kryddblönduna með því að hræra öllum innihaldsefnum saman í skál

2

Takið næst rifin og snúið þeim á hvolf og rífið seiga lagið sem er yst á fitunni af eins og þið sjáið í videoinu hér, gerið það bara undir rifjunum en ekki ofan á

3

Kryddið svo undir fyrst með kryddblöndunni og nuddið vel inn í rifin

4

Snúið við og kryddið ofan á og nuddið kryddinu aftur með höndunum vel inn í

5

Vefjið næst rifjunum inn í álpappír og stingið inn í ofn stilltan á 150 °C hita með blæstri

6

Leyfið rifjunum að vera í ofninum í 3 klst og látið þau alveg vera á meðan

7

Þegar þau eru að verða til er gott að gera BBQ sósublönduna með því að hræra hráefnunum saman í skál

8

Þegar rifin eru búin með 3 tímana takið þau þá út og stillið ofninn strax á grill

9

Takið álpappírinn af rifjunum ofan á en leyfið rifjunum að vera með álpappírinn undir

10

Penslið rifin með allri BBQ sósu blöndunni (þurfið ekki að snúa við og gera undir) og stingin inn í ofninn á neðsta rekka undir grillið í 3 mínútur

11

Berið fram með frönskum, maís, kartöflusalati og hrásalati eða með því meðlæti sem þið viljið

12

Gott er að hafa auka Heinz BBQ sósu með á borðinu og sýrðan rjóma til að hafa með á diskinn

BBQ grísarif sem falla af beinunum

Aðrar spennandi uppskriftir