Grillaður hamborgari með BBQ beikonsultu og rauðkálssalati.
Blandið kryddunum saman og kryddið borgarana.
Grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Setjið ostinn ofan á í lokin.
Ristið brauðin á grillinu.
Búið til bakka úr álpappír eða notið litla grillpönnu eða bakka.
Setjið olíu í botninn ásamt söxuðum rauðlauk og grillið þar til rauðlaukurinn er orðinn mjúkur.
Grillið beikon og skerið niður í bita.
Setjið beikonbitana og grillsósuna saman við rauðlaukinn og látið malla í nokkrar mínútur.
Rífið rauðkál fínt niður, fínsaxið chili og setjið saman í skál.
Blandið saman majónesi og límónusafa og veltið rauðkálinu og chili upp úr blöndunni.
Smakkið til með Tabasco sósu, salti og pipar.
Brauðbotn, rauðkálssalat, borgari, BBQ beikonsulta og brauðlok.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki