fbpx

Batman Oreokaka

Það er alltaf gaman að gera þemakökur, hvort sem það er fyrir afmæli eða eitthvað allt annað. Þessi kaka varð til sökum þess að ný BATMAN mynd er væntanleg og sérútgáfa af OREO Original kexinu hefur verið framleidd í takmörkuðu magni sem OREO & BATMAN kex með andlitsmynd af BATMAN.

Magn12 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Súkkulaði botnar
 240 g hveiti
 350 g sykur
 60 g Cadbury bökunarkakó
 30 g mulið BATMAN & OREO kex (duft)
 2 tsk matarsódi
 1 tsk salt
 4 egg
 250 ml súrmjólk
 150 ml matarolía
 1 tsk vanilludropar
 150 ml heitt kaffi
 100 ml heitt vatn
 PAM matarolíusprey
Smjörkrem og skreyting
 250 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 900 g flórsykur
 30 ml rjómi
 2 tsk vanillusykur
 Kökuskraut (til að skreyta með neðst)
 gulur matarlitur
Ganaché og lokaskreyting
 100 g svart hjúpsúkkulaði
 60 ml rjómi
 8 stk BATMAN & OREO kexkökur
 Smjörkrem (restin frá því áðan)

Leiðbeiningar

Súkkulaði botnar
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.

3

Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu og vanilludropum saman við.

4

Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin og einnig heitu kaffi og vatni og hrærið rólega á meðan. Skafið niður á milli og blandið vel (deigið er þunnt og á að vera þannig).

5

Takið til 4 x 15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíuspreyi.

6

Skiptið deiginu jafnt á milli formanna (um 370 g í hvert) og bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

7

Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir áður en þið skreytið.

Smjörkrem og skreyting
8

Þeytið smjör og rjómaost saman í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.

9

Bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður, bætið matarlit saman við og blandið áfram vel.

10

Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botna og grunnhjúpið kökuna fyrst með örþunnu lagi af kremi allan hringinn (til að binda kökumylsnu) og setjið í kæli í um 15 mínútur.

11

Setjið þá næsta lag af kremi sem má vera aðeins þykkara (um ½ cm) og sléttið hliðar og topp eftir fremsta megni.

12

Setjið kökuskraut í lófann og klappið neðst upp með hliðunum áður en kremið tekur sig (storknar). Gott að hafa ofnskúffu undir til að grípa það kökuskraut sem hrynur af og endurnýta það síðan.

13

Kælið kökuna aftur í um 15 mínútur áður en þið setjið ganaché á toppinn.

Ganaché og lokaskreyting
14

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

15

Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið þar til byrjar aðeins að þykkna og hellið óreglulega yfir toppinn í nokkrum skömmtum, ýtið örlitlu magni fram af brúninni allan hringinn með kökuspaða, kælið í um 15 mínútur áður en þið klárið að skreyta.

16

Sprautið smjörkremstoppa, til dæmis með stút 2D frá Wilton og fyllið upp í bilið á milli kremtoppanna með kexinu.


DeilaTístaVista

Hráefni

Súkkulaði botnar
 240 g hveiti
 350 g sykur
 60 g Cadbury bökunarkakó
 30 g mulið BATMAN & OREO kex (duft)
 2 tsk matarsódi
 1 tsk salt
 4 egg
 250 ml súrmjólk
 150 ml matarolía
 1 tsk vanilludropar
 150 ml heitt kaffi
 100 ml heitt vatn
 PAM matarolíusprey
Smjörkrem og skreyting
 250 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 900 g flórsykur
 30 ml rjómi
 2 tsk vanillusykur
 Kökuskraut (til að skreyta með neðst)
 gulur matarlitur
Ganaché og lokaskreyting
 100 g svart hjúpsúkkulaði
 60 ml rjómi
 8 stk BATMAN & OREO kexkökur
 Smjörkrem (restin frá því áðan)

Leiðbeiningar

Súkkulaði botnar
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.

3

Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu og vanilludropum saman við.

4

Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin og einnig heitu kaffi og vatni og hrærið rólega á meðan. Skafið niður á milli og blandið vel (deigið er þunnt og á að vera þannig).

5

Takið til 4 x 15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíuspreyi.

6

Skiptið deiginu jafnt á milli formanna (um 370 g í hvert) og bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

7

Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir áður en þið skreytið.

Smjörkrem og skreyting
8

Þeytið smjör og rjómaost saman í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.

9

Bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður, bætið matarlit saman við og blandið áfram vel.

10

Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botna og grunnhjúpið kökuna fyrst með örþunnu lagi af kremi allan hringinn (til að binda kökumylsnu) og setjið í kæli í um 15 mínútur.

11

Setjið þá næsta lag af kremi sem má vera aðeins þykkara (um ½ cm) og sléttið hliðar og topp eftir fremsta megni.

12

Setjið kökuskraut í lófann og klappið neðst upp með hliðunum áður en kremið tekur sig (storknar). Gott að hafa ofnskúffu undir til að grípa það kökuskraut sem hrynur af og endurnýta það síðan.

13

Kælið kökuna aftur í um 15 mínútur áður en þið setjið ganaché á toppinn.

Ganaché og lokaskreyting
14

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

15

Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið þar til byrjar aðeins að þykkna og hellið óreglulega yfir toppinn í nokkrum skömmtum, ýtið örlitlu magni fram af brúninni allan hringinn með kökuspaða, kælið í um 15 mínútur áður en þið klárið að skreyta.

16

Sprautið smjörkremstoppa, til dæmis með stút 2D frá Wilton og fyllið upp í bilið á milli kremtoppanna með kexinu.

Batman Oreokaka

Aðrar spennandi uppskriftir