Print Options:








Bananasplitt ostakaka

Magn1 skammtur

Þessi páskalega og guðdómlega góða ostakaka leit dagsins ljós í þessum súkkulaði og bananatilraunum svo hér er sko sannarlega komin uppskrift fyrir ostakökuunnendur að prófa!

Botn
 1 pk Lu Bastogne Duo kex (260 g)
 50 g smjör
Fylling
 4 gelatínblöð
 60 ml vatn
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 160 g sykur
 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. vanillusykur
 100 g brætt Toblerone
 100 g brætt suðusúkkulaði
 250 ml þeyttur rjómi
 1 þroskaður banani (stappaður)
 120 g Cadbury Mini Eggs (gróft söxuð)
Skraut
 Cadbury Mini Eggs
 Fersk blóm
Botn
1

Myljið kexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hrærið saman.

2

Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi sem er um 20 cm í þvermál og þjappið kexmylsnunni jafnt yfir botninn.

3

Kælið í að minnsta kosti klukkustund á meðan annað er útbúið.

Fylling
4

Leggið gelatínblöðið í bleyti í köldu vatni í nokkrar mínútur.

5

Hitið 60 ml af vatni að suðu og vindið gelatínblöðin saman við, eitt í einu og hrærið í á milli. Hellið blöndunni í skál og hvílið á meðan annað er útbúið (blandan þarf að ná stofuhita).

6

Bræðið saman Toblerone og suðusúkkulaði, leggið til hliðar.

7

Þeytið rjómaost og sykur vel í í hrærivélinni og skafið nokkrum sinnum niður á milli.

8

Bætið þá bökunarkakó og vanillusykri saman við og hrærið þar til slétt blanda hefur myndast.

9

Næst má hella gelatínblöndunni saman við í mjórri bunu og því næst brædda súkkulaðinu og hræra rólega þar til jafn litur er kominn á blönduna.

10

Að lokum má vefja þeyttum rjóma, stöppuðum banana og söxuðum súkkulaðieggjum saman við blönduna.

11

Hellið fyllingunni yfir kexbotninn, plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir, eða yfir nótt.

12

Skerið með rökum hníf meðfram kökunni áður en þið smellið rammanum frá forminu og færið kökuna með spaða yfir á fallegan kökudisk og skreytið.