img_8011
img_8011

Bananamuffins með Dumle karamellum

  ,

nóvember 27, 2015

Muffins með Dumle karamellum sem tóna dásamlega með bananabragðinu.

  • Fyrir: 15 stk

Hráefni

130 g smjör

2 egg

150 g sykur

1 tsk vanillusykur

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

3 þroskaðir bananar, stappaðir

1 poki Dumle karamellur

Leiðbeiningar

1Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið brætt og kælt dálítið. Egg og sykur hrært þar til blandan verður létt og ljós, þá er brædda smjörinu bætt út smátt og smátt. Vanillusykri, hveiti, lyftidufti og kanil blandað út í en þess gætt að hræra ekki lengi.

2Að lokum er stöppuðum banönum blandað út í deigið. Deiginu er skipt á milli 15 muffins-forma (fyllt um það bil 2/3) og einni Dumle karamellu þrýst létt ofan í deigið í hverju formi. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 15 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið góðan lit.

3Best er að bera kökurnar fram volgar.

Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Daim_Creme_Burlee (Medium)

Daim Creme Bruleé

Besta Creme Brulée uppskriftin með Daim.

Dumle_Rocky_road (Medium)

Dumle Rocky Road

Gómsætir karamellubitar með hnetum.

Toblerone_terta (Medium)

Toblerone terta

Hátíðleg Toblerone terta með svampbotni.