Print Options:
Bananabrauð með höfrum og kanil

Magn1 skammtur

Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið.

 3 mjög vel þroskaðir bananar frá Cobana
 2 egg
 50 ml fljótandi kókosolía frá Rapunzel
 2 dl Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 1 dl fínt haframjöl frá Rapunzel
 1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel
 1/2 tsk himalaya salt
 1 tsk kanill
 2 1/2 dl hveiti
 1 tsk matarsódi
 Nokkrar saxaðar pekanhnetur til að setja ofan á eða gróft haframjöl
1

Hitið ofn í 180°C.

2

Stappið banana og setjið til hliðar.

3

Þeytið saman egg, olíu og sykur.

4

Setjið þurrefnin saman við og hrærið varlega saman með sleikju.

5

Setjið í smurt jólakökuform, dreifið höfrum eða pekanhnetum yfir og bakið í 45 mín.