Bananabrauð með höfrum og kanil

    

nóvember 8, 2019

Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið.

Hráefni

3 mjög vel þroskaðir bananar

2 egg

50 ml fljótandi kókosolía frá Rapunzel

2 dl Rapadura hrásykur frá Rapunzel

1 dl fínt haframjöl frá Rapunzel

1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel

1/2 tsk himalaya salt

1 tsk kanill

2 1/2 dl hveiti

1 tsk matarsódi

Nokkrar saxaðar pekanhnetur til að setja ofan á eða gróft haframjöl

Leiðbeiningar

1Hitið ofn í 180°C.

2Stappið banana og setjið til hliðar.

3Þeytið saman egg, olíu og sykur.

4Setjið þurrefnin saman við og hrærið varlega saman með sleikju.

5Setjið í smurt jólakökuform, dreifið höfrum eða pekanhnetum yfir og bakið í 45 mín.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.