Bananabrauð

    

apríl 30, 2019

Einfalt bananabrauð með frábærri smyrju.

Hráefni

3 bananar, vel þroskaðir

2 egg

1 dl Rapunzel döðlusykur

2 ½ dl hveiti

2 ½ dl Rapunzel haframjöl

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1 krukka Rapunzel kókos- og möndlusmjör til að smyrja með

Leiðbeiningar

1Maukið banana í hrærivél. Bætið eggjunum og sykrinum út í og hrærið vel.

2Blandið hinum hráefnunum vel saman við.

3Smyrjið kökuform með Pam olíuspreyi og setjið haframjöl í botninn svo auðvelt sé að losa brauðið úr forminu.

4Setjið svo deigið í formið og bakið í 50 - 60 mínútur við 150°C á blæstri.

5Berið fram með Rapunzel kókos- og möndlusmjöri.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.