Print Options:








Bakaðar parmesan gulrætur og ídýfa

Magn1 skammtur

Þetta er svo góð ídýfa og fullkomið að blanda saman bökuðum gulrótum og góðu Maarud snakki með henni!

Bakaðar parmesan gulrætur
 500 g gulrætur
 3 msk ólífuolía
 4 stk hvítlauksgeirar
 ½ tsk paprika
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 smá pipar
 6 msk rifinn parmesan ostur
Ídýfa
 1 stk dós af sýrðum rjóma (180g)
 1 msk TABASCO sriracha sósa
 1 msk lime safi
 1 msk hunang
 salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
Bakaðar parmesan gulrætur
1

Hitið ofninn í 200°C.

2

Flysjið gulræturnar og skerið þær niður í strimla sem eru svipað langir og sverir og klassískar franskar kartöflur.

3

Veltið upp úr ólífuolíu, rifnum hvítlauksrifjum og kryddum.

4

Setjið um helminginn af parmesan ostinum saman við og blandið vel, raðið síðan á bökunarplötu (íklædda bökunarpappír) og stráið restinni af ostinum yfir.

5

Bakið í 20-25 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar í gegn og útbúið ídýfuna á meðan.

Ídýfa
6

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

7

Gott er að bera ídýfuna fram með bökuðu gulrótunum og ljúffengu Maarud snakki.