fbpx

Bakaðar parmesan gulrætur og ídýfa

Þetta er svo góð ídýfa og fullkomið að blanda saman bökuðum gulrótum og góðu Maarud snakki með henni!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Bakaðar parmesan gulrætur
 500 g gulrætur
 3 msk ólífuolía
 4 stk hvítlauksgeirar
 ½ tsk paprika
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 smá pipar
 6 msk rifinn parmesan ostur
Ídýfa
 1 stk dós af sýrðum rjóma (180g)
 1 msk TABASCO sriracha sósa
 1 msk lime safi
 1 msk hunang
 salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Leiðbeiningar

Bakaðar parmesan gulrætur
1

Hitið ofninn í 200°C.

2

Flysjið gulræturnar og skerið þær niður í strimla sem eru svipað langir og sverir og klassískar franskar kartöflur.

3

Veltið upp úr ólífuolíu, rifnum hvítlauksrifjum og kryddum.

4

Setjið um helminginn af parmesan ostinum saman við og blandið vel, raðið síðan á bökunarplötu (íklædda bökunarpappír) og stráið restinni af ostinum yfir.

5

Bakið í 20-25 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar í gegn og útbúið ídýfuna á meðan.

Ídýfa
6

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

7

Gott er að bera ídýfuna fram með bökuðu gulrótunum og ljúffengu Maarud snakki.


DeilaTístaVista

Hráefni

Bakaðar parmesan gulrætur
 500 g gulrætur
 3 msk ólífuolía
 4 stk hvítlauksgeirar
 ½ tsk paprika
 1 tsk salt
 1 tsk hvítlauksduft
 smá pipar
 6 msk rifinn parmesan ostur
Ídýfa
 1 stk dós af sýrðum rjóma (180g)
 1 msk TABASCO sriracha sósa
 1 msk lime safi
 1 msk hunang
 salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Leiðbeiningar

Bakaðar parmesan gulrætur
1

Hitið ofninn í 200°C.

2

Flysjið gulræturnar og skerið þær niður í strimla sem eru svipað langir og sverir og klassískar franskar kartöflur.

3

Veltið upp úr ólífuolíu, rifnum hvítlauksrifjum og kryddum.

4

Setjið um helminginn af parmesan ostinum saman við og blandið vel, raðið síðan á bökunarplötu (íklædda bökunarpappír) og stráið restinni af ostinum yfir.

5

Bakið í 20-25 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar í gegn og útbúið ídýfuna á meðan.

Ídýfa
6

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

7

Gott er að bera ídýfuna fram með bökuðu gulrótunum og ljúffengu Maarud snakki.

Bakaðar parmesan gulrætur og ídýfa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.