Þegar ég var í Ameríkuflugum í sumar fékk ég nokkra rétti sem ég hef ætlað mér að reyna að leika eftir…
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið vatn, hunang og ger saman í litla skál og látið standa í 5 mínútur eða þar til kemur eins og þykk leðja ofan á
Setjið svo hveiti og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman saltinu og hveitinu
Kveikjið svo á hrærivélinni með krókinn á og stillið á lítinn hraða og hellið gerblöndunni hægt og rólega saman við
Hnoðið þar til deigið fer að bindast saman og hellið þá olíunni út á og hnoðið í eins og 5 mínútur eða þar til er orðið að fallegri kúlu
Látið svo hefast í 1 klst og hrærið í kryddolíuna á meðan með því að setja saman í litla skál ólífuolíuna, Organic Liquid hvítlaukinn, salt og þurrkaða steinselju og leggið svo til hliðar
Takið allt sem á að fara í salatið og skerið það mjög smátt niður og blandið saman í skál
Myljið svo fetaostakubbinn út á og hrærið svo saman dressinguna eða 3 msk ólífuolíu, 1 msk Organic Liquid Basil og klípu af salti og geymið til hliðar
Þegar brauðið er búið að hefast takið það þá úr skálinni og skiptið í tvennt
Gerið kúlu úr hvorum helmingnum og byrjið að fletja hverja kúlu út með því að ýta á hana með flötum lófanum og teygja til hliðar og langsum, ekki nota kökukefli heldur teygið það og ýtið á miðjuna með fingrunum þar til það er orðið eins og löng pizza og leyfið því svo að hefast aftur undir stykki í 10-15 mínútur
Pennslið svo deigið vel með hvítlauksolíunni og saltið smá með grófu salti og bakið við 220 °C blástur í 15 mín
Þegar brauðið er alveg að verða til er gott að spæla egginn á pönnu með olíu og salta og pipra. Takið brauðið úr ofninum og setjið tvö spælegg á sitthvort brauðið og svo salat með til hliðana
Dreifið basilolíu yfir salatið og ef ykkur finnst chili gott þá fannst mér geggjað að setja nokkra dropa af Organic Liquid Chili yfir eggin.
Berið heitt fram og njótið!
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið vatn, hunang og ger saman í litla skál og látið standa í 5 mínútur eða þar til kemur eins og þykk leðja ofan á
Setjið svo hveiti og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman saltinu og hveitinu
Kveikjið svo á hrærivélinni með krókinn á og stillið á lítinn hraða og hellið gerblöndunni hægt og rólega saman við
Hnoðið þar til deigið fer að bindast saman og hellið þá olíunni út á og hnoðið í eins og 5 mínútur eða þar til er orðið að fallegri kúlu
Látið svo hefast í 1 klst og hrærið í kryddolíuna á meðan með því að setja saman í litla skál ólífuolíuna, Organic Liquid hvítlaukinn, salt og þurrkaða steinselju og leggið svo til hliðar
Takið allt sem á að fara í salatið og skerið það mjög smátt niður og blandið saman í skál
Myljið svo fetaostakubbinn út á og hrærið svo saman dressinguna eða 3 msk ólífuolíu, 1 msk Organic Liquid Basil og klípu af salti og geymið til hliðar
Þegar brauðið er búið að hefast takið það þá úr skálinni og skiptið í tvennt
Gerið kúlu úr hvorum helmingnum og byrjið að fletja hverja kúlu út með því að ýta á hana með flötum lófanum og teygja til hliðar og langsum, ekki nota kökukefli heldur teygið það og ýtið á miðjuna með fingrunum þar til það er orðið eins og löng pizza og leyfið því svo að hefast aftur undir stykki í 10-15 mínútur
Pennslið svo deigið vel með hvítlauksolíunni og saltið smá með grófu salti og bakið við 220 °C blástur í 15 mín
Þegar brauðið er alveg að verða til er gott að spæla egginn á pönnu með olíu og salta og pipra. Takið brauðið úr ofninum og setjið tvö spælegg á sitthvort brauðið og svo salat með til hliðana
Dreifið basilolíu yfir salatið og ef ykkur finnst chili gott þá fannst mér geggjað að setja nokkra dropa af Organic Liquid Chili yfir eggin.
Berið heitt fram og njótið!