Print Options:








Bacalao con chanfaina spænskur saltfiskréttur

Magn1 skammtur

 700 gr saltfiskhnakkar
 1 dl hveiti
 1 dl matarolía (til að steikja fiskinn)
 2 grænar paprikur
 2 rauðar paprikur
 2 laukar
 3 geiralausir hvítlaukar marðir
 1 dós Hunts tómatar með ristuðum hvítlauk (roasted garlic)
 2 msk tómatpúrra
 1 dl ólífuolía
 2 msk sæta (ég notaði agavesíróp)
 1 fiskisoðteningur
 Ferk steinselja til skreytingar ef vill en má sleppa
 2 tsk borðsalt
 svartur pipar
1

Skerið paprikur og laukana í ræmur (ekki litla bita heldur svona langsum í lengjur)

2

Merjið svo hvílaukinn

3

Skerið saltfiskhnakkana í bita og setjið á eldhúsbréf til að ná mesta rakanum úr honum

4

Veltið saltfisknum svo upp úr hveiti og steikjið með matarolíunni á pönnu (ekki salta fiskinn)

5

Þegar hann er orðin fallega gylltur báðum megin takið hann þá af og setjið til hliðar

6

Næst er svo að þrífa pönnuna og setja ólífuolíuna á hana

7

Byrjið á að setja laukinn á pönnuna og saltið hann með hluta af saltinu af þessum 2 tsk. Standið alveg yfir honum og hrærið reglulega í meðan hann mýkist

8

Þegar laukurinn er að verða alveg mjúkur setjið þá hvítlaukinn út á og hrærið reglulega í alveg þangað til allt er orðið vel mjúkt, hér verður að passa að laukar brenni ekki né verði dökkir

9

Næst er svo að taka laukinn af pönnuni og setja til hliðar svo hann brenni ekki

10

Paprikurnar eru þá settar út á pönnuna í sömu olíuna og laukar voru í og saltaðar með hluta af saltinu. Steikið alveg þar til þær eru að verða vel mjúkar

11

Þá er Hunts dósatómötum helt út á, ásamt tómatpúrru, agave og fisksoðteningnum og restinni af saltinu

12

piprið vel með svörtum pipar og bætið lauknunum út á og hrærið öllu vel saman

13

Náið upp suðu og látið sjóða alveg í 35-40 mín undir loki og hrærið reglulega í á meðan

14

Takið þá fiskinn og raðið varlega ofan á grænmetið og setjið sósu varlega á bitana

15

Leyfið svo að malla í 10 mín til viðbótar