Sælkerarif með bragðmikilli BBQ sósu og kartöflusalati.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn 150°C.
Kryddið rifin vel beggja megin og komið þeim fyrir í steikarpoka, 2 rif í hvorn poka.
Hægeldið rifin í pokunum í 1,5 klst, takið þau þá út, opnið pokann og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
Penslið örþunnu lagi af BBQ sósu á rifin beggja megin og grillið á vel heitu grilli skamma stund (þetta gert til þess að fá stökka húð á kjötið).
Takið af grillinu og penslið 2 x BBQ sósu á báðar hliðar að nýju, skerið niður, stráið smá sesamfræjum yfir til skrauts og berið fram.
Skerið kartöflur og egg í 4 hluta.
Blandið majónesi, sinnepi, sítrónusafa og kryddum saman í skál þar til kekkjalaust.
Blandið þá öllum hráefnunum varlega saman með sleif og geymið í kæli fram að notkun.
Uppskrift frá Berglindi Gotterí.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn 150°C.
Kryddið rifin vel beggja megin og komið þeim fyrir í steikarpoka, 2 rif í hvorn poka.
Hægeldið rifin í pokunum í 1,5 klst, takið þau þá út, opnið pokann og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
Penslið örþunnu lagi af BBQ sósu á rifin beggja megin og grillið á vel heitu grilli skamma stund (þetta gert til þess að fá stökka húð á kjötið).
Takið af grillinu og penslið 2 x BBQ sósu á báðar hliðar að nýju, skerið niður, stráið smá sesamfræjum yfir til skrauts og berið fram.
Skerið kartöflur og egg í 4 hluta.
Blandið majónesi, sinnepi, sítrónusafa og kryddum saman í skál þar til kekkjalaust.
Blandið þá öllum hráefnunum varlega saman með sleif og geymið í kæli fram að notkun.