Gamla góða aspasrúllubrauðið sem klikkar aldrei.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Afþýðið brauðin
Setjið báða ostana ásamt majónesi saman í skál og hrærið saman
Hellið næst eins og helmingnum af safanum úr bæði sveppadósinni og aspasdósinni út í skálina og hrærið. Hellið restinni af safanum af dósunum og setjið aspasinn og sveppina út í skálina (mér finnst gott að skera sveppina aðeins smærra niður)
Skerið skinkuna smátt niður og setjið í skálina og hrærið öllu vel saman
Rúllið nú brauðinu út svo það verði ferningur og smyrjið gumsinu yfir allt brauðið, ekki hafa of þykkt og mikið á hverju brauði (mér finnst gott að hafa brauðið á bökunarplötunni þegar ég geri þetta svo ég þurfi svo ekki að færa það yfir)
Rúllið næst brauðinu upp og endurtakið við öll 3 brauðin sem eru eftir
Smyrjið næst majónesi í þunnu lagi yfir brauðin og líka á hliðarnar, þannig að brauðin eru alveg þakin majónesi
Stráið rifnum osti yfir og sáldrið smá paprikudufti yfir ostinn
Stingið í 195-200 °C heitan ofninn á blæstri í 15-20 mínútur eða þar til er orðið gyllinbrúnt og berið fram heitt.
Ef það verður afgangur er gott að hita það aftur upp í ofni á sama hita í eins og 10 mínútur og þá verður það sem nýtt
Hráefni
Leiðbeiningar
Afþýðið brauðin
Setjið báða ostana ásamt majónesi saman í skál og hrærið saman
Hellið næst eins og helmingnum af safanum úr bæði sveppadósinni og aspasdósinni út í skálina og hrærið. Hellið restinni af safanum af dósunum og setjið aspasinn og sveppina út í skálina (mér finnst gott að skera sveppina aðeins smærra niður)
Skerið skinkuna smátt niður og setjið í skálina og hrærið öllu vel saman
Rúllið nú brauðinu út svo það verði ferningur og smyrjið gumsinu yfir allt brauðið, ekki hafa of þykkt og mikið á hverju brauði (mér finnst gott að hafa brauðið á bökunarplötunni þegar ég geri þetta svo ég þurfi svo ekki að færa það yfir)
Rúllið næst brauðinu upp og endurtakið við öll 3 brauðin sem eru eftir
Smyrjið næst majónesi í þunnu lagi yfir brauðin og líka á hliðarnar, þannig að brauðin eru alveg þakin majónesi
Stráið rifnum osti yfir og sáldrið smá paprikudufti yfir ostinn
Stingið í 195-200 °C heitan ofninn á blæstri í 15-20 mínútur eða þar til er orðið gyllinbrúnt og berið fram heitt.
Ef það verður afgangur er gott að hita það aftur upp í ofni á sama hita í eins og 10 mínútur og þá verður það sem nýtt