fbpx

Appelsínu- og súkkulaðihrákaka

Ég hef aldrei verið mikið fyrir þessar "klassískur" kökur og tertur en ég er veik fyrir hrákökum. Þær eru akkurat passlega sætar fyrir minn smekk og mér finnst fylgja því aukin nautn að borða köku sem uppfyllir alla sykurlöngunina en á sama tíma inniheldur lífræn gæða hráefni sem mér líður vel af. Hér deili ég með ykkur hráköku með súkkulaði og appelsínubragði en ég fæ ekki nóg af þessari bragðsamasetningu. Það er kannski merki um að ég sé orðin fullorðin því sem barn fannst mér þetta vera svona fullorðinsbragð. Uppskriftin er frekar stór og dugir fyrir ca 12 manns…. já eða til að eiga í fyrstinum fyrir nokkur kósíkvöld. Kökuna þarf að gera degi áður en hana skal bera fram.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kökubotn
 2 dl pekan hnetur
 2 dl valhnetur
 3 msk kakó
 15 stk ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 0,50 stk appelsína, safinn
 1 msk bráðið kakósmjör (eða kókosolía)
Súkkulaðifylling
 200 g lífrænar kasjúhnetur* frá Rapunzel
 1 dl bráðið kakósmjör (eða kókosolía)
 1 dl hlynsíróp
 3 tsk kakó
 1,50 tsk vanilluduft
 2 dl kókosmjólk
Appelsínufylling
 200 g lífrænar kasjúhnetur* frá Rapunzel
 1 dl bráðin kókosolía
 1 dl hlynsíróp
 1 tsk vanilluduft
 2 stk hýðið af lífrænum appelsínum
 2 stk safi úr lífrænum appelsínum
 1 dl kókosmjólk
 5 drops hrein appelsínu ilmkjarnaolía, *valfrjálst
Súkkulaðisósa
 0,50 dl kakó
 0,75 dl kókosolía
 0,75 dl hlynsíróp
 5 drops hrein appelsínu ilmkjarnaolía, *valfrjálst

Leiðbeiningar

1

*Byrja þarf að leggja kasjúhneturnar sem fara í sitthvora fyllinguna í bleyti í vatn, í amk 4 klst, eða yfir nótt.

2

Útbúið botninn með því að setja hneturnar og kakó í matvinnsluvél og mylja niður í kurl. Bætið svo við steinhreinsuðum döðlum, kakósmjöri og appelsínusafa. Smyrjið kökuform með kókosolíu og þjappið botninum í kökuform, hér nota ég 20 cm mót. Komið mótinu fyrir inní frysti á meðan þið framkvæmið næsta skref.

3

Útbúið svo súkkulaðifyllinguna með því að koma öllum hráefnum fyrir í blandara ásamt bræddu kakósmjöri (eða kókosolíu), ágætt að bræða kakósmjörið (eða kókosolíu) yfir vatnsbaði þar sem það á ekki að sjóða.

4

Blandið vel saman þar til slétt. Hellið nú fyllingunni yfir kaldann botninn og komið forminu aftur inní frysti.

5

Útbúið nú appelsínufyllinguna, eins og fyrra skrefið, öllum hráefnum komið fyrir í blandara ásamt bræddri kókosolíu og blandað þar til áferðin er orðin slétt. Þegar súkkulaðifyllingin hefur aðeins kólnað og rennur ekki til í forminu við það að hreyfa formið má hella appelsínufyllingunni yfir og koma forminu aftur inní frysti.

6

Nú er kakan í tilbúin en þarf amk 6-8 tíma, eða nótt, til að harðna í gegn. Takið kökuna út úr frysti 30-40 mínútum áður en hana skal bera fram.

7

Á meðan beðið er eftir að kakan þyðni aðeins er súkkulaðisósan útbúin með því að bræða saman kakó, kókosolíu og hlynsíróp yfir vatnsbaði og hræra vel. Bætið svo appelsínudropum útí og hrærið vel. Sósuna má bera fram heita með kökunni eða hella yfir kökuna en þá mun hún harðna.

Kökuna skal geyma í frysti.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kökubotn
 2 dl pekan hnetur
 2 dl valhnetur
 3 msk kakó
 15 stk ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
 0,50 stk appelsína, safinn
 1 msk bráðið kakósmjör (eða kókosolía)
Súkkulaðifylling
 200 g lífrænar kasjúhnetur* frá Rapunzel
 1 dl bráðið kakósmjör (eða kókosolía)
 1 dl hlynsíróp
 3 tsk kakó
 1,50 tsk vanilluduft
 2 dl kókosmjólk
Appelsínufylling
 200 g lífrænar kasjúhnetur* frá Rapunzel
 1 dl bráðin kókosolía
 1 dl hlynsíróp
 1 tsk vanilluduft
 2 stk hýðið af lífrænum appelsínum
 2 stk safi úr lífrænum appelsínum
 1 dl kókosmjólk
 5 drops hrein appelsínu ilmkjarnaolía, *valfrjálst
Súkkulaðisósa
 0,50 dl kakó
 0,75 dl kókosolía
 0,75 dl hlynsíróp
 5 drops hrein appelsínu ilmkjarnaolía, *valfrjálst

Leiðbeiningar

1

*Byrja þarf að leggja kasjúhneturnar sem fara í sitthvora fyllinguna í bleyti í vatn, í amk 4 klst, eða yfir nótt.

2

Útbúið botninn með því að setja hneturnar og kakó í matvinnsluvél og mylja niður í kurl. Bætið svo við steinhreinsuðum döðlum, kakósmjöri og appelsínusafa. Smyrjið kökuform með kókosolíu og þjappið botninum í kökuform, hér nota ég 20 cm mót. Komið mótinu fyrir inní frysti á meðan þið framkvæmið næsta skref.

3

Útbúið svo súkkulaðifyllinguna með því að koma öllum hráefnum fyrir í blandara ásamt bræddu kakósmjöri (eða kókosolíu), ágætt að bræða kakósmjörið (eða kókosolíu) yfir vatnsbaði þar sem það á ekki að sjóða.

4

Blandið vel saman þar til slétt. Hellið nú fyllingunni yfir kaldann botninn og komið forminu aftur inní frysti.

5

Útbúið nú appelsínufyllinguna, eins og fyrra skrefið, öllum hráefnum komið fyrir í blandara ásamt bræddri kókosolíu og blandað þar til áferðin er orðin slétt. Þegar súkkulaðifyllingin hefur aðeins kólnað og rennur ekki til í forminu við það að hreyfa formið má hella appelsínufyllingunni yfir og koma forminu aftur inní frysti.

6

Nú er kakan í tilbúin en þarf amk 6-8 tíma, eða nótt, til að harðna í gegn. Takið kökuna út úr frysti 30-40 mínútum áður en hana skal bera fram.

7

Á meðan beðið er eftir að kakan þyðni aðeins er súkkulaðisósan útbúin með því að bræða saman kakó, kókosolíu og hlynsíróp yfir vatnsbaði og hræra vel. Bætið svo appelsínudropum útí og hrærið vel. Sósuna má bera fram heita með kökunni eða hella yfir kökuna en þá mun hún harðna.

Kökuna skal geyma í frysti.

Verði ykkur að góðu.

Appelsínu- og súkkulaðihrákaka

Aðrar spennandi uppskriftir