Þessi einfaldi kjúklingaréttur er svo dásamlega bragðgóður.

Uppskrift
Hráefni
900 g kjúklingabringur eða læri frá Rose Poultry
börkur af 1/2 appelsínu, fínrifinn
safi af 1 appelsínu
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað smátt
1 msk soyasósa frá Blue dragon
1 msk kókospálmasykur (eða hrásykur/púðursykur)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ólífuolía extra virgin frá Filippo Berio
1 appelsína, skorin í sneiðar
salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Blandið appelsínusafa, fínrifnum berkinum, sojasósu, sykri, rósmarín, pressuðum hvítlauk og ólífuolíu saman í skál og blandið vel saman. Hellið í skál og setjið kjúklinginn saman við.
2
Marinerið í ísskáp eins lengi og tími vinnst til (frá 15 mín til 60 mín).
3
Setjið í ofnfast mót og inní 200°c heitan ofn í 35-45 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Vökvið kjúklinginn nokkrum sinnum með marineringunni á eldunartímanum.
4
Þegar 10 mínútur eru eftir leggið þá sneiðar af appelsínu yfir kjúklinginn og klárið eldunartímann. Takið úr ofni og stráið fersku rósmarín yfir allt.
MatreiðslaKjúklingaréttirTegundAsískt
Hráefni
900 g kjúklingabringur eða læri frá Rose Poultry
börkur af 1/2 appelsínu, fínrifinn
safi af 1 appelsínu
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað smátt
1 msk soyasósa frá Blue dragon
1 msk kókospálmasykur (eða hrásykur/púðursykur)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ólífuolía extra virgin frá Filippo Berio
1 appelsína, skorin í sneiðar
salt og pipar