Andabringur í vefju með vorlauk, agúrku og hoisinsósu

Önd í pönnuköku með asísku ívafi.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 2 stk andabringur frá Valette
Marinering
 2-3 cm bútur engifer, fínt saxað
 4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 ¼ tsk chilli flögur
 4 msk soyassósa frá Blue dragon
 2 tsk sykur
 1 tsk kóríanderkrydd
Sósa
 2½ msk Hoisin sósa
 2½ msk plómu (Plum) sósa
Meðlæti
 1 agúrka, skorin í þunna strimla
 4 vorlaukar, skornir á ská
 12 litlar tortillur eða kínverskar pönnukökur

Leiðbeiningar

1

Snyrtið andabringurnar og skerið rendur í fituna.

2

Blandið öllum hráefnunum fyrir mareninguna saman í skál. Leggið andabringurnar þar í og nuddið maringunni vel í bringurnar. Geymið í kæli í að minnsta kosti 3 klst helst yfir nótt.

3

Sósa: Blandið hoisin og plómusósu saman í skál.

4

Takið bringurnar úr marineringunni, penslið létt með ólífuolíu. Steikið á heitri pönnu í um 3 mínútur á hvorri hlið.

5

Látið bringurnar í ofnfast mót og setjið í 60°c heitan ofn þar til þær eru fulleldaðar. Setjið bringurnar á grill í lok eldunartímans svo fitan brúnist.

6

Takið úr ofni og látið bringurnar standa við stofuhita í 5 mínútur og skerið niður í þunna strimla.

7

Leggið önd á volga pönnuköku/tortillu setjið sósu yfir öndina og látið vorlauk og agúrku saman við.


GRGS uppskrift.

SharePostSave

Hráefni

 2 stk andabringur frá Valette
Marinering
 2-3 cm bútur engifer, fínt saxað
 4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 ¼ tsk chilli flögur
 4 msk soyassósa frá Blue dragon
 2 tsk sykur
 1 tsk kóríanderkrydd
Sósa
 2½ msk Hoisin sósa
 2½ msk plómu (Plum) sósa
Meðlæti
 1 agúrka, skorin í þunna strimla
 4 vorlaukar, skornir á ská
 12 litlar tortillur eða kínverskar pönnukökur
Andabringur í vefju með vorlauk, agúrku og hoisinsósu

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…