Andabringur í appelsínusósu

  , ,   

mars 25, 2019

Andabringur er að okkar mati fullkominn veislu matur.

Hráefni

Önd:

4 stk andabringur frá Valette

Salt og pipar

Appelsínu sósa:

4 msk sykur

1 dl vatn

1 dl hvítvín

1 tsk hvítvínsedik

4 dl nýkreistur appelsínusafi (u.þ.b. 4 appelsínur)

Appelsínubörkur af ¼ appelsínu, skorinn í strimla

400 ml vatn

1 kúfuð msk andakraftur frá Oscar

50 g kalt smjör í teningum

Salt og pipar

Sósu þykkir eftir þörf

Hunangs gljáðar plómur:

6 plómur

50 g smjör

1 msk hunang

Leiðbeiningar

1Hreinsið bringurnar vel af öllum fjöðrum sem gætu legið í fitunni. Skerið fituna í tígla samanber mynd hér að ofan. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Setjið bringurnar á kalda og þurra pönnu, kveikið undir pönnunni og stillið á háan hita, steikið og takið fituna sem myndast af pönnunni jafn óðum svo puran verði stökk og góð. Haldið áfram að steikja þar til puran verður fallega brún. Takið bringurnar af pönnunni, hreinsið það mesta af pönnunni og setjið bringurnar aftur á pönnuna eða í eldfast mót, bakið inn í ofni í 8 mín.

2Skerið plómurnar í fjóra hluta. Bræðið smjör á pönnu og hitið það vel, án þess að brenna, leggið plómurnar á pönnuna og steikið þær vel á öllum hliðum þannig að þær brúnist svolítið. Lækkið hitann undir pönnunni og dreifið hunanginu yfir. Takið af hitanum.

3Sósan er útbúin með því að setja sykur og vatn á pönnu og leyft að sjóða þar til karamellan hefur brúnast. Hvítvíninu og hvítvínsedikinu er bætt út á, hrært saman við og soðið þar til sósan er orðin þykkt síróp. Því næst er appelsínusafanum hellt út á og appelsínu berkinum hrært saman við. Sósan er látin sjóða niður u.þ.b. helming. Bætið vatninu og kraftinum út í og þykkið með sósu jafnara, hrærið vel í. Slökkvið undir sósunni og bætið smjörinu út í, hrærið í sósunni og passið að hún sjóði ekki eftir að smjörið hefur farið út í. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.

Víetnamskt banh mi í skál

Núðluréttur með steiktu svínakjöti, gulrætum og agúrku.

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Andalæri er frábær og fljótlegur matur, einfaldur, hollur og ó svo góður. Þetta salat er æðislegt.