Nýbakaðar súkkulaðibitakökur og ísköld mjólk, já það er sko alveg hægt að borða nokkrar, kannski meira að segja svolítið margar þannig, hahaha!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið hveiti, kakó, matarsóda og salt í skál og leggið til hliðar.
Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
Bætið egginu og vanilludropunum saman við og skafið niður á milli.
Nú mega þurrefnin fara saman við smjörblönduna og í lokin má hella mjólkinni og súkkulaðidropunum saman við.
Næst má plasta skálina með deiginu og geyma í kæli í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.
Hitið ofninn í 175°C og takið deigið út úr kælinum um 15 mínútum áður en það er sett á bökunarplötu.
Notið sléttfulla ísskeið (um 2 matskeiðar) af deigi fyrir hverja köku, hafið gott bil á milli og bakið í um 12-14 mínútur.
Um leið og kökurnar eru teknar úr ofninum má setja nokkra súkkulaðidropa ofan á hverja köku og strá smá sjávarsalti yfir þær allar.
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið hveiti, kakó, matarsóda og salt í skál og leggið til hliðar.
Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
Bætið egginu og vanilludropunum saman við og skafið niður á milli.
Nú mega þurrefnin fara saman við smjörblönduna og í lokin má hella mjólkinni og súkkulaðidropunum saman við.
Næst má plasta skálina með deiginu og geyma í kæli í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.
Hitið ofninn í 175°C og takið deigið út úr kælinum um 15 mínútum áður en það er sett á bökunarplötu.
Notið sléttfulla ísskeið (um 2 matskeiðar) af deigi fyrir hverja köku, hafið gott bil á milli og bakið í um 12-14 mínútur.
Um leið og kökurnar eru teknar úr ofninum má setja nokkra súkkulaðidropa ofan á hverja köku og strá smá sjávarsalti yfir þær allar.