Þessar amerísku pönnukökur eru smá svona extra djúsí, með smá súkkulaðikeim og ekki sakar að saxa súkkulaði og blanda saman við áður en pönnukökurnar eru steiktar
Blandið hráefnunum saman í skál og hrærið vel saman, þangað til að deigið er kekklaust.
Gott er að leyfa deiginu að standa í smá stund áður en það er steikt, leyfa því aðeins að taka sig. Ef þið setjið súkkulaði saman við, saxið það og blandið létt saman við deigið.
Setjið pönnu á helluna og stillið á meðalháan hita.
Steikið pönnukökurnar þangað til þær eru farnar að sýna loftbólur í deiginu, þá er þeim snúið við og steiktar í 1-2 mín á hinni hliðinni.
Berið t.d. fram með hlynsírópi og ferskum ávöxtum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
20stk