Kjúklingaréttur sem er algjör veisla fyrir bragðlaukana.
Gerið marineringuna með því að blanda ananassafa, tómatsósu, soyasósu, púðursykri, hvítlauk og engifer og blanda öllu vel saman. Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast í þrjár klukkustundir eða fyrir nótt (ef tíminn leyfir).
Grillið kjúklinginn við háan hita á grillpönnu eða útigrilli. Penslið með marineringunni. Grillið í um 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.
Veltið ananassneiðum upp úr olíunni og grillið í um 2 mínútur.
Berið kjúklingabringurnar fram með ananas og skreytið með vorlauk.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki