fbpx

Allra bestu súkkulaðibitakökurnar hennar Moniku

Þessar súkkulaðibitakökur slá allar aðrar út, það er bara staðreynd! Ég hef bakað þær ótal sinnum en í grunninn er þetta uppskrift sem leikkonan Courtney Cox birti á Instagram síðu sinni. Því ganga þessar kökur undir nafninu „Moniku kökurnar “ af augljósum ástæðum. Þær hafa algjörlega slegið í gegn hjá öllum þeim sem hafa smakkað þær en þær ná að vera stökkar að utan en líka mjúkar en um leið smávegis seigar. Þær innihalda vænt magn af súkkulaði og ekta vanillu sem gerir bragðið algerlega ómótstæðilegt. Það eru nokkur atriði sem skilur þær að frá öðrum. Í fyrsta lagi nota ég bæði venjulegt hveiti og brauðhveiti en þær verða smá seigar með því síðarnefnda. Einnig skiptir máli að nota bæði venjulegan hvítan sykur með púðursykrinum. Þá er þetta mikla magn súkkulaðis algerlega nauðsynlegt og ég mæli ekki með því að freistast til þess að minnka það. Það er einnig mikilvægt að saxa súkkulaðið mjög gróft. Hver kaka er mjög stór og það er líka mikilvægt að halda stærðinni. Það er þá frekar hægt að skera hverja tilbúna köku í tvennt eða fernt ef það á að bera þær á borð fyrir gesti. Að síðustu er mjög mikilvægt að kæla deigið í að minnsta kosti sólarhring áður en þær eru bakaðar, en jafnvel fara upp í 48 stundir eða lengur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 240 g hveiti
 215 g hveiti
 1,25 tsk matarsódi
 1,50 tsk lyftiduft
 1 tsk sjávarsalt
 285 g mjúkt smjör
 200 g púðursykur
 310 g sykur
 2 stk stór egg
 2 tsk vanilludropar
 0,50 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 300 g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel
 160 g 70% súkkulaði frá Rapunzel
 Flögusalt

Leiðbeiningar

1

Passið að öll innihaldsefnin séu við stofuhita. Saxið súkkulaðið gróft og setjið til hliðar.

2

Setjið þurrefnin saman í skál og setjið til hliðar.

3

Setjið smjör, púðursykur og sykur í hrærivél og þeytið vel í 5 mín.

4

Bætið einu eggi saman við og hrærið áfram í 2 mín. Bætið hinu egginu við ásamt vanilludropum og vanillukornum og þeytið áfram í tvær mín.

5

Bætið þurrefnunum saman við og hrærið rólega þar til það er bara rétt farið að blandast við smjör/eggjablönduna. Það er í góðu lagi að það sé aðeins hveiti eftir.

6

Setjið súkkulaðið út í og klárið að hræra það saman við með sleif eða jafnvel með höndunum. Deigið lítur út fyrir að vera frekar þurrt og stíft en þannig á það að vera.

7

Setjið deigið í skál eða ílát með loki eða hyljið með plastfilmu. Látið deigið taka sig í að minnsta kosti 1-2 sólarhringa.

8

Þegar baka á kökurnar: Hitið ofninn í 180°C blástur. Vigtið deigið í hverja köku 115g (ekki freistast til þess að minnka magnið) og mótið í kúlu.

9

Setjið 5 kökur á bökunarplötu með mjög gott bil á milli, ég set 1 í hvert horn og fimmtu kökuna í miðjuna.

10

Ef vill er hægt að saxa auka súkkulaði mjög gróft og þrýsta ofan á hverja köku.

11

Bakið kökurnar í 19 mín eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar.

12

Takið þær út og látið þær kólna í nokkrar mínútur á plötunni og færið þær þá yfir á kökugrind og stráið nokkrar saltflögur yfir hverja köku.

13

Gott ráð: Bakið bara þær kökur sem þið teljið að dugi, ég mæli með því að útbúa kúlurnar og eiga í kæli eða frysti. Ef þær eru bakaðar beint úr frysti þarf annað hvort að affrysta þær í kæli eða baka þær nokkrum mínútum lengur.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

MatreiðslaMatargerð, Merking

DeilaTístaVista

Hráefni

 240 g hveiti
 215 g hveiti
 1,25 tsk matarsódi
 1,50 tsk lyftiduft
 1 tsk sjávarsalt
 285 g mjúkt smjör
 200 g púðursykur
 310 g sykur
 2 stk stór egg
 2 tsk vanilludropar
 0,50 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 300 g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel
 160 g 70% súkkulaði frá Rapunzel
 Flögusalt

Leiðbeiningar

1

Passið að öll innihaldsefnin séu við stofuhita. Saxið súkkulaðið gróft og setjið til hliðar.

2

Setjið þurrefnin saman í skál og setjið til hliðar.

3

Setjið smjör, púðursykur og sykur í hrærivél og þeytið vel í 5 mín.

4

Bætið einu eggi saman við og hrærið áfram í 2 mín. Bætið hinu egginu við ásamt vanilludropum og vanillukornum og þeytið áfram í tvær mín.

5

Bætið þurrefnunum saman við og hrærið rólega þar til það er bara rétt farið að blandast við smjör/eggjablönduna. Það er í góðu lagi að það sé aðeins hveiti eftir.

6

Setjið súkkulaðið út í og klárið að hræra það saman við með sleif eða jafnvel með höndunum. Deigið lítur út fyrir að vera frekar þurrt og stíft en þannig á það að vera.

7

Setjið deigið í skál eða ílát með loki eða hyljið með plastfilmu. Látið deigið taka sig í að minnsta kosti 1-2 sólarhringa.

8

Þegar baka á kökurnar: Hitið ofninn í 180°C blástur. Vigtið deigið í hverja köku 115g (ekki freistast til þess að minnka magnið) og mótið í kúlu.

9

Setjið 5 kökur á bökunarplötu með mjög gott bil á milli, ég set 1 í hvert horn og fimmtu kökuna í miðjuna.

10

Ef vill er hægt að saxa auka súkkulaði mjög gróft og þrýsta ofan á hverja köku.

11

Bakið kökurnar í 19 mín eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar.

12

Takið þær út og látið þær kólna í nokkrar mínútur á plötunni og færið þær þá yfir á kökugrind og stráið nokkrar saltflögur yfir hverja köku.

13

Gott ráð: Bakið bara þær kökur sem þið teljið að dugi, ég mæli með því að útbúa kúlurnar og eiga í kæli eða frysti. Ef þær eru bakaðar beint úr frysti þarf annað hvort að affrysta þær í kæli eða baka þær nokkrum mínútum lengur.

Allra bestu súkkulaðibitakökurnar hennar Moniku

Aðrar spennandi uppskriftir