fbpx

Allra besta heimabakaða fjölkornabrauðið

Þetta brauð baka ég mjög reglulega og hef gert í meira en áratug. Það er svo dásamlega einfalt, bragðgott og saðsamt. Það tekur enga stund að skella í það og smakkast dásamlega volgt með smjöri og osti eða bragðmiklum hummus. Ég nota allskonar fræ sem mér þykja góð í brauðið og heslihneturnar og kókosinn gefa virkilega gott bragð. Ég rista heslihneturnar áður en það er ekki nauðsynlegt. Svo má auðvitað sleppa þeim ef ofnæmi er til staðar t.d. Uppskriftin gæti svo hæglega verið vegan, eina sem þarf þá að gera er að skipta hunanginu út fyrir hlynsíróp. Ég mæli ekki með því að sleppa sætunni því hún ýtir einhvern veginn undir bragðið af öllum fræjunum og hnetunum. Upphaflega var þetta uppskriftin af „Gló brauðinu“ en uppskriftin hefur þróast mikið þó grunnurinn sé alltaf hinn sami

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 dl heilhveiti
 3 dl hveiti
 1 dl sesamfræ frá Rapunzel
 1 dl sólblómafræ frá Rapunzel
 1 dl kókosmjöl frá Rapunzel
 1 dl saxaðar ristaðar heslihnetur frá Rapunzel
 0,50 dl graskersfræ frá Rapunzel
 1,50 msk lyftiduft
 1 msk salt
 3 msk hunang eða hlynsíróp ef þið viljið hafa það vegan
 6 dl sjóðandi vatn
 1 msk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Blandið saman þurrefnunum í stóra skál.

3

Hrærið því næst hunangi, vatni og sítrónusafa út í þannig að deigið verði eins og þykkur grautur.

4

Smyrjið deiginu í stórt ílangt form klætt bökunarpappír. Bakið í 35 mín í forminu. Takið þá brauðið úr því með því að lyfta upp pappírnum og setjið aftur inn í ofn í ca. 10 mínútur.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 dl heilhveiti
 3 dl hveiti
 1 dl sesamfræ frá Rapunzel
 1 dl sólblómafræ frá Rapunzel
 1 dl kókosmjöl frá Rapunzel
 1 dl saxaðar ristaðar heslihnetur frá Rapunzel
 0,50 dl graskersfræ frá Rapunzel
 1,50 msk lyftiduft
 1 msk salt
 3 msk hunang eða hlynsíróp ef þið viljið hafa það vegan
 6 dl sjóðandi vatn
 1 msk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Blandið saman þurrefnunum í stóra skál.

3

Hrærið því næst hunangi, vatni og sítrónusafa út í þannig að deigið verði eins og þykkur grautur.

4

Smyrjið deiginu í stórt ílangt form klætt bökunarpappír. Bakið í 35 mín í forminu. Takið þá brauðið úr því með því að lyfta upp pappírnum og setjið aftur inn í ofn í ca. 10 mínútur.

Allra besta heimabakaða fjölkornabrauðið

Aðrar spennandi uppskriftir