fbpx

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Ostakökubotn
 1 bolli hafrar
 1/2 bolli möndlur með hýði
 1/2 bolli salthnetur
 3 msk cristallino hrásykur
 5-6 msk bragðlaus kókosolía, brædd
Fylling
 3 bollar kasjúhnetur sem hafa verið í bleyti yfir nótt
 1 dós Oatly sýrður rjómi
 1 dl hlynsíróp
 safi úr 1 sítrónu (3 msk ca.)
 5 msk gróft lífrænt hnetusmjör
 4 msk brædd kókosolía bragðlaus
 1 tsk vanillukorn
 1 tsk vanilludropar
 1 msk vegan karamellusósa (sjá uppskrift)
 1/4 tsk sjávarsalt
Vegan karamellusósa
 200gr Cristallino hrásykur frá Rapunzel
 90g vegan smjör
 1/2 bolli Oatly visp hafrarjómi
 1/2 tsk sjávarsalt
Súkkulaði Ganache
 80g af 70% súkkulaði frá Rapunzel
 1/4 bolli Oatly Visp hafrarjómi

Leiðbeiningar

Ostakökubotn
1

Við byrjum á því að gera botninn. Setjið öll innihaldsefni fyrir utan kókosolíu í blandara og vinnið smátt þar til þetta verður að mylsnu. Bætið kókosolíunni út í, ef blandan er þurr má bæta aðeins meiru við. Setjið bökunarpappír í botninn á 20cm smelluformi. Setjið um það bil helminginn af mylsnunni í formið og þjappið. Þetta er frekar stór uppskrift en mér finnst gott að gera meira en minna. Það er hægt að frysta blönduna eða gera aukabotn ef vill.

2

Hitið ofninn í 175°C og bakið botninn í 20 mín. Takið út eftir þann tíma og leyfið botninum að kólna. Á meðan gerið þið fyllinguna.

3

Setjið öll innihaldsefni í blandara. Það er mjög mikilvægt að kasjúhneturnar hafi fengið að liggja í bleyti yfir nótt. Ég hef ekki fundið almennilega leið til að flýta fyrir því ferli en það er alveg þess virði.

4

Vinnið fyllinguna í blandaranum eins lengi og þarf þar til hún verður silkimjúk. Það eiga ekki að finnast neinir bitar í fyllingunni.

5

Hellið fyllingunni yfir kaldan botninn og setjið í frysti. Frystið í allavega 1 klst. Gerið karamelluna á meðan kakan er í frysti og leyfið henni að ná stofuhita. Hún er í þynnri kantinum þegar hún er heit en hafið ekki áhyggjur, hún þykknar mikið eftir því sem hún kólnar.

6

Þegar karamellan er klár smyrjum við henni eftir smekk yfir fyllinguna. Við útbúum súkkulaði ganache og setjum það eftir smekk yfir karamelluna og stráum salthnetum yfir. Uppskriftirnar af karamellunni og ganache kreminu eru frekar stórar en þær geymast vel í kæli og vel hægt að nota síðar.

Vegan karamellusósa
7

Bræðið sykurinn í þykkbotna potti. Þegar hann er allur bráðinn og farinn að gyllast vel setjið þá smjörið saman við og hrærið rösklega þar til það er samlagað sykrinum að mestu. Hellið Oatly rjómanum út í og hrærið rösklega þar til allt er samlagað. Setjið saltið út í að síðustu.

Súkkulaði Ganache
8

Saxið súkkulaðið smátt og hitið hafrarjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið bíða í smástund og hrærið saman. Látið kólna vel áður en sett yfir kökuna.

Þessi ostakaka er alger konfektmoli og hún dugar fyrir marga þar sem hún er saðsöm!


Uppskrift frá Völlu á GRGS

DeilaTístaVista

Hráefni

Ostakökubotn
 1 bolli hafrar
 1/2 bolli möndlur með hýði
 1/2 bolli salthnetur
 3 msk cristallino hrásykur
 5-6 msk bragðlaus kókosolía, brædd
Fylling
 3 bollar kasjúhnetur sem hafa verið í bleyti yfir nótt
 1 dós Oatly sýrður rjómi
 1 dl hlynsíróp
 safi úr 1 sítrónu (3 msk ca.)
 5 msk gróft lífrænt hnetusmjör
 4 msk brædd kókosolía bragðlaus
 1 tsk vanillukorn
 1 tsk vanilludropar
 1 msk vegan karamellusósa (sjá uppskrift)
 1/4 tsk sjávarsalt
Vegan karamellusósa
 200gr Cristallino hrásykur frá Rapunzel
 90g vegan smjör
 1/2 bolli Oatly visp hafrarjómi
 1/2 tsk sjávarsalt
Súkkulaði Ganache
 80g af 70% súkkulaði frá Rapunzel
 1/4 bolli Oatly Visp hafrarjómi

Leiðbeiningar

Ostakökubotn
1

Við byrjum á því að gera botninn. Setjið öll innihaldsefni fyrir utan kókosolíu í blandara og vinnið smátt þar til þetta verður að mylsnu. Bætið kókosolíunni út í, ef blandan er þurr má bæta aðeins meiru við. Setjið bökunarpappír í botninn á 20cm smelluformi. Setjið um það bil helminginn af mylsnunni í formið og þjappið. Þetta er frekar stór uppskrift en mér finnst gott að gera meira en minna. Það er hægt að frysta blönduna eða gera aukabotn ef vill.

2

Hitið ofninn í 175°C og bakið botninn í 20 mín. Takið út eftir þann tíma og leyfið botninum að kólna. Á meðan gerið þið fyllinguna.

3

Setjið öll innihaldsefni í blandara. Það er mjög mikilvægt að kasjúhneturnar hafi fengið að liggja í bleyti yfir nótt. Ég hef ekki fundið almennilega leið til að flýta fyrir því ferli en það er alveg þess virði.

4

Vinnið fyllinguna í blandaranum eins lengi og þarf þar til hún verður silkimjúk. Það eiga ekki að finnast neinir bitar í fyllingunni.

5

Hellið fyllingunni yfir kaldan botninn og setjið í frysti. Frystið í allavega 1 klst. Gerið karamelluna á meðan kakan er í frysti og leyfið henni að ná stofuhita. Hún er í þynnri kantinum þegar hún er heit en hafið ekki áhyggjur, hún þykknar mikið eftir því sem hún kólnar.

6

Þegar karamellan er klár smyrjum við henni eftir smekk yfir fyllinguna. Við útbúum súkkulaði ganache og setjum það eftir smekk yfir karamelluna og stráum salthnetum yfir. Uppskriftirnar af karamellunni og ganache kreminu eru frekar stórar en þær geymast vel í kæli og vel hægt að nota síðar.

Vegan karamellusósa
7

Bræðið sykurinn í þykkbotna potti. Þegar hann er allur bráðinn og farinn að gyllast vel setjið þá smjörið saman við og hrærið rösklega þar til það er samlagað sykrinum að mestu. Hellið Oatly rjómanum út í og hrærið rösklega þar til allt er samlagað. Setjið saltið út í að síðustu.

Súkkulaði Ganache
8

Saxið súkkulaðið smátt og hitið hafrarjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið bíða í smástund og hrærið saman. Látið kólna vel áður en sett yfir kökuna.

Þessi ostakaka er alger konfektmoli og hún dugar fyrir marga þar sem hún er saðsöm!
Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Aðrar spennandi uppskriftir