Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að blanda tígrisrækjum saman við kramið eða rifið hvítlauksrif, steinselju, chiliduft, salt, pipar og ólífuolíu.
Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og skerið tómatana í litla báta.
Steikið tígrisrækjurnar á pönnu upp úr ólífuolíu við meðalhita og takið þær til hliðar þegar þær eru orðnar eldaðar í gegn.
Bræðið smjörið á sömu pönnu við meðalhita, bætið krömdu eða rifnu hvítlauksrifi, laukdufti og hveiti saman við og hrærið vel. Bætið mjólkinni út á pönnuna, hrærið og leyfið sósunni að þykkna.
Blandið rjóma, rjómaosti, parmareggio reggiano saman við og hrærið vel saman. Bætið við rjóma eða mjólk útí eftir smekk (ef að þið viljið þynna sósuna) og saltið og piprið.
Hrærið penne pastanu saman við sósuna og dreifið tómötunum og rækjunum yfir.
Stráið svo að lokum rifnum Parmareggio reggiano og steinselju yfir allt.
Uppskrift frá Hildi Rut.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að blanda tígrisrækjum saman við kramið eða rifið hvítlauksrif, steinselju, chiliduft, salt, pipar og ólífuolíu.
Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og skerið tómatana í litla báta.
Steikið tígrisrækjurnar á pönnu upp úr ólífuolíu við meðalhita og takið þær til hliðar þegar þær eru orðnar eldaðar í gegn.
Bræðið smjörið á sömu pönnu við meðalhita, bætið krömdu eða rifnu hvítlauksrifi, laukdufti og hveiti saman við og hrærið vel. Bætið mjólkinni út á pönnuna, hrærið og leyfið sósunni að þykkna.
Blandið rjóma, rjómaosti, parmareggio reggiano saman við og hrærið vel saman. Bætið við rjóma eða mjólk útí eftir smekk (ef að þið viljið þynna sósuna) og saltið og piprið.
Hrærið penne pastanu saman við sósuna og dreifið tómötunum og rækjunum yfir.
Stráið svo að lokum rifnum Parmareggio reggiano og steinselju yfir allt.