fbpx

Ævintýralega góðar vegan snickers brownies

Allt sem er með súkkulaði, jarðhnetum og karamellu er sjálfkrafa stórkostlegt. Þessar brownies toppa líklega allt og það sem meira er, þær eru vegan! Fyrst kemur þéttur og bragðmikill brownie botn. Ofan á hann kemur karamellan en hún er meðal annars gerð úr döðlum, hafrarjóma og hnetusmjöri. Þar næst koma salthnetur sem þrýst er aðeins ofan í karamelluna og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á. Það nær bara engri átt hvað þessar brownies eru stórkostlegar, látið ekki hugfallast þó það þurfi smávegis handavinnu til, þær eru fullkomlega þess virði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Brownies, ca. 16 stk
 330 g sykur
 120 ml vatn
 2 msk möluð hörfræ
 5 msk vatn
 125 ml jurtaolía
 1 msk vanilludropar
 75 g kakó
 180 g hveiti
 ½ tsk sjávarsalt
Karamellufylling
 330 g döðlur + vatn
 1 tsk vanilludropar
 150 g Oatly VISP hafrarjómi
 250 g hnetusmjör frá Rapunzel
 ¼ bolli hlynsíróp
 ¼ tsk sjávarsalt
 130 g salthnetur
Súkkulaðiganache
 250 ml ferna Oatly VISP hafrarjómi
 2 msk hlynsíróp
 25 g vegan smjör
 Salthnetur til skrauts

Leiðbeiningar

Brownies
1

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur. Klæðið ferkantað form sem er um það bil 23cm á hverja hlið með bökunarpappír.

2

Hrærið saman möluðum hörfræjum og 5 msk. af vatni og setjið til hliðar.

3

Setjið sykurinn og ½ bolla af vatni saman í lítinn pott og sjóðið saman í 5 mínútur eða þar til sykurinn er uppleystur og sírópið aðeins farið að þykkna.

4

Sigtið hveitið og kakóið saman í skál og bætið við salti. Setjið sírópið saman við þurrefnin ásamt olíunni og vanilludropum. Hrærið með sleif þar til deigið er orðið samfellt.

5

Setjið deigið í formið og smyrjið það út, athugið að það stífnar frekar fljótt. Bakið í 25 mín. Á meðan þið bíðið er gott að huga að karamellufyllingunni. Þegar brownie botninn er tilbúinn þarf að kæla hann alveg.

Karamellufylling
6

Setjið döðlurnar í pott og látið kalt vatn renna yfir döðlurnar. Látið suðu koma upp á döðlunum og slökkvið svo undir. Látið þær liggja í heitu vatninu í 2-3 mín.

7

Hellið vatninu af og setjið döðlurnar í blandara ásamt restinni af innihaldsefnunum fyrir utan salthneturnar. Látið blandarann vinna þar til karamellan er orðinn samfelld og mjúk.

8

Smyrjið karamellunni yfir brownie botninn og stráið salthnetunum jafn yfir. Þrýstið aðeins á hneturnar svo þær sökkvi aðeins í karamelluna.
Kælið í 2-3 tíma.

Súkkulaðiganache
9

Saxið súkkulaðið og setjið í skál yfir vatnsbaði. Bætið smjörinu og hlynsírópi út í skálina. Bræðið allt saman og hrærið vel í.

10

Hitið Oatly rjómann að suðu en leyfið honum ekki að sjóða. Setjið hann út í súkkulaðiblönduna og blandið vel saman með töfrasprota. Þegar súkkulaðikremið er orðið slétt og samfellt hættið þá að hræra í því með töfrasprotanum.

11

Takið sleikju og hrærið varlega í súkkulaðinu til þess að minnka loftbólurnar. Leyfið kreminu að kólna, það stífnar við það.

12

Þegar brownie botninn með karamellunni er búinn að vera í kæli í 2-3 tíma, smyrjið þá kreminu yfir karamelluna og skreytið með söxuðum salthnetum. Leyfið kökunni að hvíla í kæli í 2-3 tíma, jafnvel yfir nótt.
Skerið í bita og njótið vel!


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Brownies, ca. 16 stk
 330 g sykur
 120 ml vatn
 2 msk möluð hörfræ
 5 msk vatn
 125 ml jurtaolía
 1 msk vanilludropar
 75 g kakó
 180 g hveiti
 ½ tsk sjávarsalt
Karamellufylling
 330 g döðlur + vatn
 1 tsk vanilludropar
 150 g Oatly VISP hafrarjómi
 250 g hnetusmjör frá Rapunzel
 ¼ bolli hlynsíróp
 ¼ tsk sjávarsalt
 130 g salthnetur
Súkkulaðiganache
 250 ml ferna Oatly VISP hafrarjómi
 2 msk hlynsíróp
 25 g vegan smjör
 Salthnetur til skrauts

Leiðbeiningar

Brownies
1

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur. Klæðið ferkantað form sem er um það bil 23cm á hverja hlið með bökunarpappír.

2

Hrærið saman möluðum hörfræjum og 5 msk. af vatni og setjið til hliðar.

3

Setjið sykurinn og ½ bolla af vatni saman í lítinn pott og sjóðið saman í 5 mínútur eða þar til sykurinn er uppleystur og sírópið aðeins farið að þykkna.

4

Sigtið hveitið og kakóið saman í skál og bætið við salti. Setjið sírópið saman við þurrefnin ásamt olíunni og vanilludropum. Hrærið með sleif þar til deigið er orðið samfellt.

5

Setjið deigið í formið og smyrjið það út, athugið að það stífnar frekar fljótt. Bakið í 25 mín. Á meðan þið bíðið er gott að huga að karamellufyllingunni. Þegar brownie botninn er tilbúinn þarf að kæla hann alveg.

Karamellufylling
6

Setjið döðlurnar í pott og látið kalt vatn renna yfir döðlurnar. Látið suðu koma upp á döðlunum og slökkvið svo undir. Látið þær liggja í heitu vatninu í 2-3 mín.

7

Hellið vatninu af og setjið döðlurnar í blandara ásamt restinni af innihaldsefnunum fyrir utan salthneturnar. Látið blandarann vinna þar til karamellan er orðinn samfelld og mjúk.

8

Smyrjið karamellunni yfir brownie botninn og stráið salthnetunum jafn yfir. Þrýstið aðeins á hneturnar svo þær sökkvi aðeins í karamelluna.
Kælið í 2-3 tíma.

Súkkulaðiganache
9

Saxið súkkulaðið og setjið í skál yfir vatnsbaði. Bætið smjörinu og hlynsírópi út í skálina. Bræðið allt saman og hrærið vel í.

10

Hitið Oatly rjómann að suðu en leyfið honum ekki að sjóða. Setjið hann út í súkkulaðiblönduna og blandið vel saman með töfrasprota. Þegar súkkulaðikremið er orðið slétt og samfellt hættið þá að hræra í því með töfrasprotanum.

11

Takið sleikju og hrærið varlega í súkkulaðinu til þess að minnka loftbólurnar. Leyfið kreminu að kólna, það stífnar við það.

12

Þegar brownie botninn með karamellunni er búinn að vera í kæli í 2-3 tíma, smyrjið þá kreminu yfir karamelluna og skreytið með söxuðum salthnetum. Leyfið kökunni að hvíla í kæli í 2-3 tíma, jafnvel yfir nótt.
Skerið í bita og njótið vel!

Ævintýralega góðar vegan snickers brownies

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt…