Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

    

desember 13, 2019

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Hráefni

150 g smjör

300 g hveiti

½ tsk matarsódi

½ tsk vanillusykur

¼ tsk sjávar salt

150 g ljós púðursykur

100 g sykur

1 egg

1 eggjarauða

2 msk nýmjólk

1 dl Tyrkisk Peber

120 g Dumle

Leiðbeiningar

1Bræðið smjörið og leyfið þvi að kólna svolítið.

2Blandið saman hveiti, matarsóda, vanillu og salti í skál.

3Setjið sykurinn, púðursykurinn og smjör saman í hrærivélaskál og hrærið vel saman.

4Bætið eggjunum út í sykurblönduna ásamt mjólkinni og blandið vel saman við.

5Setjið hveitiblönduna út í varlega og hrærið vel saman við.

6Brjótið Tyrkisk Peber molana niður meðal fínt, það eiga að vera grófir bitar inn á milli, og setjið í deigið.

7Skerið hvern Dumle mola í 3 bita og setjið úr í deigið.

8Kveikið á ofninum og stillið á 190°C.

9Skiptið deiginu í kúlur, um það bil 40 g hver, það eiga að myndast um 20-22 kúlur. Passið að setja a.m.k. einn Dumle bita í hverja köku.

10Setjið kúlurnar á smjörpappír og látið vera um það bil 5 cm á milli hverrar kúlu.

11Bakið í 8-10 mín, takið út úr ofninum þegar þær eru byrjaðar að verða gullnar á litinn og takið þá strax úr ofninum og setjið á grind svo þær byrji að kólna strax.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Litlar Toblerone Pavlovur

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.