fbpx

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu

Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado, marineruðum gulrótum, capers og lífrænni graflaxsósu. Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar svo það lá beinast við að nota það. Ég sæki innblástur í vegan graflax sem virðist vera vinsæll fyrir jólin nema ég hef ekki hugmynd um það hvernig graflax er á bragðið svo alls ekki búast við því bragði, en mér fannst bara svo ótrúlega skemmtileg hugmynd að marinera gulrætur með brögðum sem ég elska og toppa svo með sætri lífrænni graflaxsósu með döðlusíró

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Smörrebrod
 Brauðsneið (t.d rúgbrauð eða glútenlaust hrísgrjónabrauð frá Brauðhúsinu)
 Salat (t.d vaxa salat og íslenskt ruccola)
 Avocado
 Marineraðar gulrætur (sjá uppskrift að neðan)
 Capers
 Lífræn graflaxsósa, án hvítssykurs (sjá uppskrift að neðan)
 Jurtir, sprettur eða spírur til skrauts, dill eða radísuspírur myndu t.d. passa vel.
Marineraðar gulrætur
 5 stk safi úr sítrónu
 1 msk eplaedik
 1 msk geiri hvítlaukur, rifinn
 1 stk ljóst miso
 0,50 tsk reykt papríka
 1 tsk sinnep (ath sinnep geta verið missterk)
 1 msk af muldu noriblaði (valfrjálst)
 0,50 tsk tamari/sojasósa
 1,50 tsk dill
 pipar
Lífræn graflaxsósa
 2 msk sinnep
 2 msk ljós miso
 2 tsk döðlusíróp
 2 tsk þurrkað dill
 2,50 msk vatn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að blanda saman öllum hráefnunum fyrir gulrótamarineringuna.

2

Skerið gulræturnar niður þunnt með flysjara.

3

Hellið marieringunni yfir gulræturnar og leyfið þeim að marinerast í amk 4 klst.

4

Hrærið saman öllum hráefnum sem þarf í sósuna.

5

Smyrjið nú brauðið með graflaxsósunni og raðið svo salati, avocado, marineruðum gulrótum, gapers og sósu á brauðið og toppið með dill, sprettum eða spírum.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Smörrebrod
 Brauðsneið (t.d rúgbrauð eða glútenlaust hrísgrjónabrauð frá Brauðhúsinu)
 Salat (t.d vaxa salat og íslenskt ruccola)
 Avocado
 Marineraðar gulrætur (sjá uppskrift að neðan)
 Capers
 Lífræn graflaxsósa, án hvítssykurs (sjá uppskrift að neðan)
 Jurtir, sprettur eða spírur til skrauts, dill eða radísuspírur myndu t.d. passa vel.
Marineraðar gulrætur
 5 stk safi úr sítrónu
 1 msk eplaedik
 1 msk geiri hvítlaukur, rifinn
 1 stk ljóst miso
 0,50 tsk reykt papríka
 1 tsk sinnep (ath sinnep geta verið missterk)
 1 msk af muldu noriblaði (valfrjálst)
 0,50 tsk tamari/sojasósa
 1,50 tsk dill
 pipar
Lífræn graflaxsósa
 2 msk sinnep
 2 msk ljós miso
 2 tsk döðlusíróp
 2 tsk þurrkað dill
 2,50 msk vatn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að blanda saman öllum hráefnunum fyrir gulrótamarineringuna.

2

Skerið gulræturnar niður þunnt með flysjara.

3

Hellið marieringunni yfir gulræturnar og leyfið þeim að marinerast í amk 4 klst.

4

Hrærið saman öllum hráefnum sem þarf í sósuna.

5

Smyrjið nú brauðið með graflaxsósunni og raðið svo salati, avocado, marineruðum gulrótum, gapers og sósu á brauðið og toppið með dill, sprettum eða spírum.

Verði ykkur að góðu.

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…
MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…