fbpx

Toblerone terta

Tignarleg Toblerone terta.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Innihald
 200 g hnetur
 2 dl flórsykur
 4 eggjahvítur
Fylling
 4 dl rjómi
 1-2 msk. sérrí
 125 g Toblerone, saxað
Súkkulaðiskraut
 100 g desertsúkkulaði frá Cóte d´or
 örlítið kakó

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C (165°C með blæstri). Leggið bökunarpappír á ofnplötu og teiknið á hann 3 hringi, u.þ.b. 22 cm í þvermál. Smyrjið pappírinn og stráið á hann hveiti eða brauðraspi. Saxið hneturnar frekar smátt og blandið þeim saman við flórsykurinn. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við með sleikju. Setjið deigið á hringina á plötunni og bakið í 10-15 mínútur. Látið botnana kólna aðeins, hvolfið þeim síðan á bökunarpappír og losið pappírinn strax frá.

Fylling
2

Þeytið rjómann. Dreypið sérríi yfir botnana og leggið þá saman með rjóma og söxuðu Toblerone. Þekið tertuna með rjóma og skreytið hana með súkkulaði.

3

Smyrjið álpappírsörk með smjöri. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði við vægan hita og smyrjið því á pappírinn þannig að það þeki u.þ.b. 30×30 cm. Kælið vel. Skerið það síðan í ferkantaða bita og raðið þeim á kökuna.

4

Sigtið kakó yfir.

DeilaTístaVista

Hráefni

Innihald
 200 g hnetur
 2 dl flórsykur
 4 eggjahvítur
Fylling
 4 dl rjómi
 1-2 msk. sérrí
 125 g Toblerone, saxað
Súkkulaðiskraut
 100 g desertsúkkulaði frá Cóte d´or
 örlítið kakó

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C (165°C með blæstri). Leggið bökunarpappír á ofnplötu og teiknið á hann 3 hringi, u.þ.b. 22 cm í þvermál. Smyrjið pappírinn og stráið á hann hveiti eða brauðraspi. Saxið hneturnar frekar smátt og blandið þeim saman við flórsykurinn. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við með sleikju. Setjið deigið á hringina á plötunni og bakið í 10-15 mínútur. Látið botnana kólna aðeins, hvolfið þeim síðan á bökunarpappír og losið pappírinn strax frá.

Fylling
2

Þeytið rjómann. Dreypið sérríi yfir botnana og leggið þá saman með rjóma og söxuðu Toblerone. Þekið tertuna með rjóma og skreytið hana með súkkulaði.

3

Smyrjið álpappírsörk með smjöri. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði við vægan hita og smyrjið því á pappírinn þannig að það þeki u.þ.b. 30×30 cm. Kælið vel. Skerið það síðan í ferkantaða bita og raðið þeim á kökuna.

4

Sigtið kakó yfir.

Toblerone terta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Vegan SjónvarpskakaSjónvarpskaka er ein af þeim kökum sem flestir sameinast um að þykja góð. Hún klárast alltaf upp til agna og…