Yfirlýsing um persónuvernd
Gerum daginn girnilegan er í eigu Innnes ehf. Tilgangur persónuverndarstefnu Innnes ehf. er að upplýsa starfsmenn, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær eru meðhöndlaðar.
Innnes er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga og fylgir eftir réttu verklagi við vörslu þeirra og meðferð. Varðveittar persónuupplýsingar eru einungis notaðar í þeim tilgangi sem þeim var ætlað og samþykki liggur fyrir.
Vinnsla persóunuupplýsinga er í samræmi við lög, reglur og skilmála sem Innnes setur.
Söfnun og meðferð persónuupplýsinga
Notendaupplýsingar fyrir „Mitt svæði“ á Gerum daginn girnilegan, svo sem nafn, netfang og notandanafn.
Til að gera einstaklingum kleift að taka þátt í leikjum, keppnum, kynningarherferðum, könnunum eða öðrum kynningum á vegum Gerum daginn girnilegan. Í einhverjum tilvikum kunna að vera viðbótarupplýsingar sem viðskiptavinir þurfa að kynna sér sérstaklega og hvetjum við þá til að gera það.
Gera viðskiptavinum kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði okkar.
Til að svara fyrirspurnum og/eða bregðast við óskum viðskiptavina t.d. til að senda út fréttabréf eða tilkynningu um viðburð.
Til að afgreiða verðlaun, styrki eða framlög eftir því sem við á.
Vafrakökur
Gerum daginn girnilegan notar vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar til að bæta upplifun notenda síðunnar. Einnig notar Gerum daginn girnilegan vafrakökur til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að deila efni og birta viðeigandi markaðsefni til notenda síðunnar.
Sjá persónuverndarstefnu Innnes nánar hér: https://innnes.is/fyrirtaekid/personuverndarstefna/.
Vakni spurningar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Innnes má senda fyrirspurnir á netfangið personuvernd(hja)innnes.is.
Skilmálar og notkun síðunnar
Gerum daginn girnilegan áskilur sér rétt til að eyða út notendum sem skrifa óviðeigandi ummæli eða annað sem ekki tengist mat og matargerð.
Gerum daginn girnilegan áskilur sér rétt til að eyða ummælum á síðunni.
Skráðir notendur hjá Gerum daginn girnilegan fara sjálfkrafa á póstlistann, enn hægt er að skrá sig af póstlistanum hvenær sem er.