Hvað er Gerum daginn girnilegan?
Gerum daginn girnilegan er uppskriftavefur á vegum Innnes ehf. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttar og áhugaverðar uppskriftir sem allir geta „farið eftir/töfrað fram í eldhúsinu“ og henta fyrir öll tilefni.
Uppskriftavefur
Gerum daginn girnilegan er uppskriftavefur á vegum Innnes ehf. sem er ein af stærstu matvöruheildsölum landsins. Uppskriftarvefurinn leit dagsins ljós árið 2015 en á vefnum má finna fjölbreyttar og gómsætar uppskriftir.
Við höfum einstaklega gaman að því að vinna með bæði listakokkum sem og áhugaverðum einstaklingum í eldhúsinu. Á síðunni má því finna fjölda frábærra og fjölbreyttra uppskrifta af öllum toga en við höfum verið í samstarfi við marga af vinsælustu matarbloggurum landsins ásamt því að hjá okkur starfa listakokkar.
Gerum daginn girnilegan leggur áherslu á að setja reglulega inn nýjar og spennandi uppskriftir á uppskriftarvefinn og birta á samfélagsmiðlum. Við erum afar stolt af sístækkandi uppskriftasafni okkar og ekki síst öllum árstíðatengdu uppskriftunum sem má finna inni á Gerum daginn girnilegan.
Uppskriftamyndbönd
Gerum daginn girnilegan hefur framleitt uppskriftamyndbönd síðan 2016 en myndböndin má nú telja í hundruðum. Gerum daginn girnilegan hefur að markmiði að birta vikulega nýtt og ferskt uppskriftamyndband. Þú getur fundið öll uppskriftamyndböndin hér.
Kokkurinn Vigdís Ylfa sem starfar hjá Innnes hefur unnið að yfir 200 uppskriftamyndböndum með okkur hjá Gerum daginn girnilegan.
Vikumatseðill
Gerum daginn girnilegan birtir nýjan og girnilegan vikumatseðil í hverri viku, hægt er að nálgast vikumatseðilinn hér. Á seðlinum er að finna fjölbreyttar og fjölskylduvænar uppskriftir sem hjálpa fylgjendum okkar að skipuleggja vikuna.
Við viljum heyra frá þér!
Gerum daginn girnilegan kann að meta samskipti við fylgjendur. Við viljum endilega fá endurgjöf á uppskriftirnar okkar og vita hvaða uppskriftir þér finnst vanta. Endilega sendu okkur línu ef þú ert með hugmynd að uppskrift sem þú myndir vilja sjá á vefnum hjá okkur. Þú getur haft samband við okkur í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á fyrirspurnir@gerumdaginngirnilegan.is.
Gerum daginn girnilegan á samfélagsmiðlum
Við hvetjum þig til að fylgja Gerum daginn girnilegan á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. Á miðlunum okkar deilum við uppskriftum og fróðleik ásamt því að vera reglulega með skemmtilega gjafaleiki, stóra sem smáa þar sem vinningarnir eru allt frá matarkyns gjafakörfum upp í glæsileg heimilistæki.
Gerum daginn girnilegan er á Facebook, sjá Facebook síðuna hér. Uppskriftum sem settar eru á uppskriftavefinn er deilt á Facebook síðuna okkar ásamt fróðleik tengdum matargerð. Við hvetjum áhugafólk um matargerð að fylgja okkur á Facebook.
Gerum daginn girnilegan er á Instagram, sjá Instagram síðuna hér, þar deilum við myndum og myndböndum af girnilegum uppskriftum nær daglega. Endilega fylgdu okkur hér á Instagram!
YouTube
Gerum daginn girnilegan er á YouTube, sjá YouTube síðuna hér, þar deilum við myndböndum af girnilegum uppskriftum nær vikulega. Endilega fylgdu okkur á YouTube, sjáðu ný og girnileg uppskriftamyndbönd vikulega!
TikTok
Gerum daginn girnilegan er á TikTok, sjá TikTok reikninginn hér, þar deilum við stuttum og skemmtilegum myndböndum af girnilegum uppskriftum reglulega. Endilega fylgstu með okkur á TikTok!
Samstarfsaðilar og uppskriftahöfundar
Gerum daginn girnilegan hefur í gegnum tíðina unnið með helstu matarbloggurum og uppskriftahöfundum landsins. Gerum daginn girnilegan hefur m.a. unnið með Berglindi hjá Gulur, rauður, grænn og salt, Berglindi hjá Gotterí og gersemar, BBQ Kónginum, Hildi Ómars, Hildi Rut á Trendnet, Lindu Ben, Vigdísi Ylfu hjá Innnes, Völlu hjá Gulur, rauður, grænn og salt, ásamt fleiri hæfileikaríku fólki sem hefur brennandi áhuga á matargerð.
Ef þú hefur brennandi áhuga á matargerð og hefur áhuga á að semja uppskriftir er Gerum daginn girnilegan alltaf opið fyrir nýjum samstarfsaðilum, endilega hafðu samband og sjáum hvort við getum ekki gert daginn enn girnilegri saman.
Uppskriftavefurinn
Gerum daginn girnilegan er uppskriftavefur opinn öllum. Notendur geta stofnað sitt svæði á síðunni þar sem notendur geta skráð sig inn og safnað saman girnilegum uppskriftum til halda utan um sínar uppáhalds uppskriftir. Notendur geta einnig gefið uppskriftum stjörnugjöf ásamt því að skilja eftir ummæli við uppskriftir.