Sósur! “Hvernig sósa er þetta?” er sennilega ein af algengustu spurningunum sem ég fæ. Ég vil meina að sósan sé lykilatriði í öllum réttum og ég er að átta mig á að ég hef deilt alltof fáum sósu uppskriftum með ykkur.
Hér er ein sem er ótrúlega einföld og kunnugleg fyrir flestum þ.e.a.s engin framandi innihaldsefni og nafnið bendir til þess hvernig má nota hana.
Passar með flest öllu og algjör “go to” sósa hjá okkur ef við gerum okkur burritoskál, einhverskonar taco eða vefju. Hún er líka góð sem ídífa fyrir grænmetisstrimla eða í raun bara frábær staðgengill fyrir hefðbundinn sýrðan rjóma. Svo er að sjálfsögðu hægt að nota hana sem sósugrunn ef þú vilt krydda hana til með laukdufti eða chili fyrir annarskonar fíling.