Sumarið er á næsta leiti og grilltíminn að hefjast. Hér kemur útfærsla af hamborgara með snakki á milli og þessi hér var algjör negla!
Sumarið er á næsta leiti og grilltíminn að hefjast. Hér kemur útfærsla af hamborgara með snakki á milli og þessi hér var algjör negla!
Hér höfum við dásamlega köku með karamellu kremi og Cadbury Ganache
Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Fullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta með út í daginn og borða þegar hentar. Algjört nammi og góð næring sem klikkar ekki.
Ofnbökuð pönnukaka eða Dutch Baby Pancake er fullkomið fyrir páskabrönsinn, helgarmorgna eða sem dekurréttur þegar ykkur langar í eitthvað extra gott. Stór mjúk pönnukaka sem er létt og pínu töfrandi þegar hún lyftist í ofninum. Berið fram með ferskum Driscoll’s berjum, smjöri, flórsykri og sírópi.
Þessi kaka er líklega með þeim einföldustu en þær eru oftast bestar. Uppskriftin kemur frá Noregi en þar hefur hún verið með þeim vinsælli í áratugi og er tertan bökuð við öll tilefni, allt árið um kring. Hvort sem tilefnið er fínna á borð við brúðkaup og fermingar eða bara til að hafa með sunnudagskaffinu. Botninn minnir á makkarónubotn og gula kremið passar fullkomlega við möndlurnar og er alls ekki of sætt. Og þar sem ekkert hveiti er í kökunni hentar hún vel fyrir þau sem þurfa að sneiða hjá glúteni en vilja samt gera vel við sig með góðri tertusneið.
Ef þið eruð í leit að sparilegri tertu sem sómir sér vel á veisluborðinu þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hvert sem tilefnið er þá er þessi alger drottning, bæði er hún dásamlega falleg en hún smakkast einnig guðdómlega. Þessi blanda, kókos, bláber og silkimjúkt rjómaostakrem er algerlega himnesk en látið ekki blekkjast, hún virðist við fyrstu sýn í flóknari kantinum en er í raun tiltölulega einföld í gerð. Það er einnig hægt að gera hana daginn fyrir viðburð þar sem hún geymist vel í kæli.
Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.